Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 41
41
RÓTTæKUR HÁSKÓLI – TVÍRæÐUR HÁSKÓLI
irtækja að háskólastarfsemi og afskipti þeirra af kennslu og rannsóknum
gæti verið óheilbrigður, hamlað eðlilegu gagnrýnishlutverki háskóla og
bundið rannsakendur hagsmunaböndum sem komi í veg fyrir að samfé-
lagið njóti sérþekkingar þeirra. Þess vegna hljóti háskólinn að líta á það
sem eitt hlutverka sinna að hvetja til þátttöku í samfélagslegri umræðu og
hið opinbera þurfi að styðja þá viðleitni: „Ljóst er að skýrar þarf að kveða
á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræði-
manna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð.“28
Þessa togstreitu má lesa inn í ágreininginn sem áður var nefndur. Í
fyrsta lagi er togstreita á milli gagnrýnishlutverks og þjálfunarhlutverks
háskólans. Bæði viðhorfin eru byggð á þeirri meginhugmynd að áhrif
háskólans á samfélagið séu mikil, hvort heldur um er að ræða á menningu,
pólitík eða hagvöxt. Togstreitan varðar þá hvaða áhrif séu æskileg. Í öðru
lagi er svo togstreitan um eðli háskólastarfsins og á hvað leggja beri áherslu
í fjármögnun háskóla. Þar virðast samfélags- og rannsóknasjónarmið tak-
ast á, þar sem samfélagssjónarmið leggur áherslu á ábyrgð og hlutverk
háskólans gagnvart samfélaginu en rannsóknasjónarmiðið byggir á þeirri
hugmynd um háskóla að hlutverk þeirra sé þröngt afmarkað og rannsókn-
ir ekki í eðli sínu samfélagslegt fyrirbæri.
Þessi íslenska tvíþætta umræða getur varpað ljósi á þá staðreynd að
Nussbaum og Taylor virðast skilgreina sama vandamál á gjörólíkan hátt,
það er að segja, með því að Nussbaum hefur áhyggjur af því að sjálfstæði
og gagnrýni háskólasamfélagsins láti undan síga í umhverfi sem gerir stöð-
ugt meiri kröfur um sérhæfða þjálfun á meðan Taylor sér vandamálið fyrst
og fremst í stöðnun háskólakennslu og ógagnrýninna viðhorfa til rann-
sókna háskólakennara, þar sem mat á þeim er að mestu leyti óháð mikil-
vægi þeirra. Á sama hátt má segja að í umræðum á Íslandi um stefnumótun
í vísinda- og rannsóknamálum sé háð grimmileg barátta á tvennum víg-
stöðvum þar sem þó virðist alls ekki vera barist við óvininn sjálfan, heldur
leikara í aukahlutverki í báðum tilfellum.
Bæði ráðherrann, sem fulltrúi hins opinbera, og háskólakennararnir
tólf, sem fulltrúar hluta háskólasamfélagsins, nálgast viðfangsefnin að
hluta á gagnrýnislausan hátt. Í fyrstu grein sinni talar Katrín um háskólann
sem „universitas“ það er að segja þá skilgreiningu á háskóla að vera aðsetur
eða miðstöð alhliða þekkingarsköpunar og þekkingaröflunar. Þannig verð-
ur til ákveðin stigskipting háskólasamfélagsins: Hinir raunverulegu háskól-
28 Katrín Jakobsdóttir, „Háskólar í mótun II“, Fréttablaðið 14. október 2010, bls. 26.