Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 44
JÓN ÓLAFSSON
44
sambandið á milli kennslusviða og rannsóknasviða, átökin á milli stærri og
smærri stofnana, átök um fjármagn, átök sem leiða af stofnanalegu skipu-
lagi háskóla. Sú mynd sem ég hef dregið upp af háskólasamfélaginu felur í
sér að átök séu eðlilegur hluti þess. En ef háskólanum er betur lýst sem
samfélagi (og þá alþjóðlegu samfélagi) heldur en sem stjórnsýslueiningu þá
ætti togstreitan líka að endurspegla það. Hún ætti að vera togstreita hug-
myndanna frekar en togstreita sérhagsmunanna, togstreita róttækni og
íhaldssemi, útrásar og aðhalds, framsækni og kyrrstöðu.
Háskólunum hefur ekki alltaf gengið vel að verja sig gagnvart einræðis–
og alræðisöflum. Það hefur iðulega gerst að háskólarnir hafi beygt sig
undir sjónarmið sem í eðli sínu eru fjandsamleg menntun og akademískri
hugsun og orðið handbendi yfirvalda eða ráðandi afla. Þau öfl í samfé-
laginu sem hverju sinni eru ríkjandi munu alltaf vilja drottna yfir háskól-
unum og þykja það eðlilegt. Það getur verið kirkjan, það getur verið
ríkjandi valdahópur á sviði stjórnmálanna og það getur verið viðskiptalífið.
Háskólastofnanir í vestrænum samfélögum hafa líklega aldrei verið jafn vel
stæðar fjárhagslega og nú. Bandarískir háskólar, sem flestir eru sjálfseign-
arstofnanir, eiga sumir gríðarlega sjóði, en velta háskólanna hefur marg-
faldast á undanförnum áratugum. En þessi fjárhagslegi styrkur skilar sér
ekki í auknu sjálfstæði eða í ferskum hugmyndastraumum. Þvert á móti er
eins og háskólinn sé stöðugt í vörn og svo virðist sem að í þessum heimi
allsnægtanna sé erfiðara að verja rannsóknir og akademískt frelsi en áður.
Leiðin út úr þessari krísu er að háskólinn losni úr spennitreyju stofn-
anabindingarinnar, að háskólinn sem samfélag nái fótfestu. Sú hætta er
fullkomlega raunveruleg að háskólarnir missi möguleikann til að móta
sjálfir stefnu sína og áherslur en verði þess í stað ofurseldir öflum og hags-
munum sem hugnast ekki sjálfstætt gagnrýnið hlutverk þeirra. Einstakar
háskólastofnanir sem keppa sín á milli um fjármagn og nemendur, þar sem
samkeppnishæfni ræðst af mælikvörðum sem þurfa ekki að hafa neitt með
menntun eða rannsóknir að gera, eru ekki sá farvegur sem dugir.
Farvegurinn heitir ekki háskóli heldur háskólasamfélag og þess vegna ættu
íslensk stjórnvöld að hugsa um háskóla útfrá íslensku háskólasamfélagi, að
hve miklu leyti það þarf að vera einsleitt og að hve miklu leyti það þarf að
vera margbrotið, frekar en að beina athyglinni að stofnanalegri umgjörð
hvers háskóla, sem í íslensku samhengi leiðir umræðuna alltaf að því auka-
atriði að stofnunum sem kalla sig háskóla verði að fækka.
Íslensk stjórnvöld gætu styrkt íslenskt háskólasamfélag með róttækri