Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 45
RÓTTæKUR HÁSKÓLI – TVÍRæÐUR HÁSKÓLI
45
endurskoðun á forsendum fjármögnunar háskólanáms og rannsókna. Í
stað þess að viðhalda þeim hugsunarhætti að Háskóli Íslands sé einn
íslenskra háskóla „alvöru“ háskóli ættu samningar við allar háskólastofn-
anir að taka mið af hlutverki þeirra innan háskólasamfélagsins og gagnvart
því. Stjórnvöld myndu þá með stefnumótun í menntamálum tryggja
ákveðna fjölbreytni kennslu og rannsókna og gera háskólum og rann-
sóknastofnunum kleift að einblína á gæði starfsemi sinnar. Stefnumótun
íslenskra stjórnvalda nú í háskólamálum er mjög óljós og veik og frekar til
þess fallin að sundra íslensku háskólasamfélagi en styrkja það.
Að hætta að hugsa um háskóla og byrja að hugsa um háskólasamfélag
mun hafa miklar og djúpstæðar breytingar á hugsunarhætti í för með sér.
Það setur öll gæðamál háskóla í víðara og rökréttara samhengi, það skapar
pláss fyrir umræðu um samfélagslegt hlutverk þeirra án þess að ógna rann-
sóknarlegum metnaði stofnana og rannsakenda. Það breytir inntaki og
gerð háskólanáms í þá átt að gera nemandann og vinnu hans sjálfstæðari,
auka áherslu á form háskólanáms, þar sem hópvinna og netsamstarf ein-
staklinga og hópa milli háskóla og milli landa eru ríkari þáttur en nú er.
Nám er nýsköpun þegar hugsað er um það út frá sjónarmiðum og hags-
munum nemandans og það þýðir að kennsla er ekki síður mikilvægur þátt-
ur í þekkingarsköpun háskólasamfélagsins heldur en rannsóknir vísinda-
og fræðimanna.
Háskólinn þarf að vera hvorttveggja í senn, vettvangur togstreitu og
gagnrýnið afl. En aðalatriðið er þó að hann þarf að fá að vera samfélag og
stjórnvöld eiga að stuðla að því að hann sé það. Þetta varðar háskólann í
heild sinni, sem alþjóðlegt fyrirbæri, en á þó líklega sérstaklega við hér á
landi. Það vantar talsvert upp á að hér sé háskólasamfélag og ef til vill er
það besta lýsingin á þeirri krísu sem íslenskur háskóli á nú við að etja.
ABSTRACT
The Radical University – Ambiguous University
The paper discusses recent works by two prominent US scholars, Martha C.
Nussbaum and Mark C. Taylor, who both express serious concern about the state
and future of academia. Their analysis, however, seems at first to come from
opposite angles. While Nussbaum criticizes social and political pressure that uni-
versity education focus more clearly on practical tasks, preparing students for