Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 48
JÓN TORFI JÓNASSON
48
háskólasamfélagsins til þess að ná þeim markmiðum sem áður hafa verið
nefnd. Jafnframt mun ég ræða margvíslegar flækjur sem háskólasamfélagið
verður að takast á við þegar það gegnir hlutverki sínu gagnvart samfé-
laginu.
Um samfélagslegt hlutverk háskóla
Háskólar hafa öldum saman gegnt margvíslegu samfélagslegu hlutverki.2
Það skerptist í byrjun 19. aldar, þegar háskólar í Evrópu voru endurskap-
aðir að nokkru leyti. Þá voru mótaðar stofnanir sem urðu sterkar og
áhrifamiklar en samt sem áður ólíkar jafnvel þótt þær væru á nálægum
menningarsvæðum. Talað er um þýsku, ensku og frönsku hefðirnar í
Evrópu til þess að draga athygli að ólíkum áherslum í starfi háskóla. Með
talsverðri einföldun má segja að í þýsku hefðinni hafi í upphafi verið lögð
mikil áhersla á menningarlegt og þjóðernislegt hlutverk háskóla og á rann-
sóknir og frelsi nemenda og fræðimanna. Franska hefðin einkenndist af
starfsmenntunarhlutverki háskóla þar sem kennsla og rannsóknir hafa
lengi verið í aðgreindum stofnunum. Enska hefðin lagði lengi mesta rækt
við almenna, klassíska menntun nemenda sinna. En munur á starfi evr-
ópskra háskóla hefur smám saman verið að minnka og það má segja að
þessar ólíku áherslur fléttist allar saman, bæði í evrópska og í bandaríska
háskólakerfinu. Þótt evrópsku háskólarnir eigi sér eldri rætur en þeir
bandarísku urðu þeir síðarnefndu um margt fyrirmynd evrópskra háskóla
undir lok 20. aldarinnar.
Það viðhorf er þó sameiginlegt öllum þessum hefðum og allri umræðu
um háskóla að þeir séu nauðsynlegir til þess að tryggja gerjun og þróun
nútímasamfélags. Um þetta verður, að því er virðist, almennt samkomulag
þegar kemur fram á 20. öld og allar götur síðan.3
2 Páll Skúlason bendir á að rétt sé að gera greinarmun á innri markmiðum háskóla
og ytri hlutverkum, Páll Skúlason, „Kreppa háskóla og kjarni háskólastarfs“,
Skírnir 181: haust/2007, bls. 381–404. Sjá einnig efnismikla samantekt O. Kivinen
og P. Poikus, „Privileges of Universitas Magistrorum et Scolarium and their
Justification in Charters of Foundation from the 13th to the 21st Centuries“,
Higher Education 52:2/2006, bls. 185–213.
3 Sjá ítarlega umræðu í Jón Torfi Jónasson, Inventing tomorrow’s university. Who is to
take the lead? Þar er rætt hve margslungin þjónusta háskólanna við samfélagið er í
raun. Það sem hér er fjallað um byggir að hluta á þeirri umræðu, sjá einkum kafla
3. Á ráðstefnu UNESCO um háskóla sumarið 2009 var þetta eitt aðalumræðuefn-