Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 49
HÁSKÓLAR OG GAGNRýNIN ÞJÓÐFÉLAGSUMRæÐA
49
Vandinn er sá, að þegar á reynir er ágreiningur um hvað felist nákvæm-
lega í þessu samfélagslega hlutverki; hvernig háskólar eigi að þjóna samfé-
lagi sínu, eða jafnvel hvernig samfélagið skuli skilgreint eða afmarkað, t.d.
hvort einkum sé verið að tala um íslenska þjóðfélagið eða atvinnulíf á
Íslandi, eða alþjóðlegt samfélag tiltekinna fræðigreina eða jafnvel samfélag
allra þjóða heims. Þeir sem fjalla um háskóla hafa líka ólík verkefni í huga.
Sumum finnst að háskólar eigi að sinna hlutverki sínu með því að stunda
rannsóknir sem efli fræði, sem finni sér leið fyrir tilstilli nýsköpunar út í
atvinnulífið og komi samfélaginu þannig til góða.4 Aðrir vilja tengja fræðin
og atvinnulífið milliliðalaust; það eigi að leggja mikla áherslu á það sem
stundum er kallað hagnýtar rannsóknir, þótt alls ekki sé ljóst hvaða rann-
sóknir beri það nafn með réttu. En það er fjarri því að rannsóknir séu höf-
uðviðfangsefni allrar menntunar í háskóla. Háskólar gegna mikilvægu
hlutverki við menntun fjölmargra starfs stétta, svo sem félagsráðgjafa,
hjúkrunarfræðinga, kennara, verkfræðinga og viðskiptafræðinga sem
kunna til verka og eru jafnframt skapandi og framsæknar. Rannsóknir eru
ómissandi þáttur menntunar þeirra en ekki höfuðviðfangsefnið. Enn frem-
ur er rætt um að háskólar eigi að leggja til gagnrýna og frjóa umræðu um
öll hin fjölþættu sérsvið sín og sjá til þess að sífellt komi fram ný og gagn-
leg sjónarhorn þar sem bent er á samhengi sem ekki sást fyrr; þeir stuðli
þannig að framförum.
Nú telja sennilega flestir að háskóli eigi að gera allt þetta í einhverri
mátulegri blöndu en um það er samt ekki full sátt. Sumir vilja einblína á
eitt þessara hlutverka, þ.e. rannsóknir ásamt kennslu þeim tengdum, og
ýta hinum til hliðar vegna þess að þau séu tiltölulega ómerkileg eða til traf-
ala af tveimur meginástæðum.
ið, sjá m.a. greinar Bergan, Tilak og Guarga, allar í S. Bergan, R. Guarga og fleiri,
Public Responsibility for Higher Education, París: Unesco, 2009. Umræðan hefur að
vísu ekki síður snúist um ábyrgð samfélagsins á háskólunum, sjá t.d. L. Weber og
S. Bergan (ritstj.), The public responsibility for higher education and research, Stras-
bourg.h: Council of Europe Publishing, 2005. Skýr krafa um ábyrgð háskólanna
gagnvart samfélaginu kemur frá öllum heimshornum í G. R. Neave, ritstj., The
universities’ responsibilities to society: international perspectives, International Asso cia tion
of Universities. Issues in higher education, New York, Pergamon, published for the
IAU Press, 2000.
4 Einn af leiðandi ráðunautum Evrópusambandsins um vísindi, tækni og nýsköpun,
Luke Georghiou telur að þessi tenging rannsókna og nýsköpunar sé alls ekki mjög
sterk og að því þurfi að endurskoða nýsköpunarþátt rannsókna og fjárveitingu til
þeirra frá grunni, sjá L. Georghiou, „Europe’s Research System Must Change“,
Nature 452/2008, bls. 935–936.