Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 50
JÓN TORFI JÓNASSON
50
Önnur ástæðan er sú að háskóli hafi, eðli sínu samkvæmt, aðeins það
þjóðfélagslega hlutverk að sinna rannsóknum og kennslu og við það eigi
hann að takmarka sig. Í íslensku samhengi fær þetta sjónarmið þó ekki
staðist því að í gildandi lögum um háskóla segir m.a.: „Hlutverk háskóla er
að stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og sam-
félagsins alls. Starf háskóla miðar að því að styrkja innviði íslensks samfé-
lags og stöðu þess í alþjóðlegu tilliti.“5 Þessi grein tiltekur skýrt að háskól-
ar hafi samfélagslegt hlutverk, það mætti að vísu skerpa enn frekar.6 Lögin
gera kröfu um að háskólarnir styrki innviði íslensks samfélags, þ.e. mótun
þeirra og starfrækslu. Mjög keimlík ákvæði eru einnig í lögum annarra
Norðurlanda sem undirstrika víðfeðmt samfélagslegt hlutverk þessara
stofnana. Löggjafinn í þessum löndum tekur þannig af skarið um hlutverk
þeirra.
Hin ástæðan fyrir því að háskólar eigi ekki að skipta sér af öðru en rann-
sóknum og kennslu er talin vera sú að það trufli starfsemi þeirra að blanda
sér í hringiðu dægurmálanna, enda samræmist það hvorki meginhlutverki
þeirra, eðli né burðum. En miðlun og beiting þekkingar er iðulega tengd
daglegu lífi og þess vegna dægurumræðu. Miðlun þekkingar er einmitt
ætlað að vera liður í mótun samfélagsins í víðum skilningi og ætti þess
vegna að ná til fleiri en aðeins þeirra nemenda sem eru skráðir í háskóla
hverju sinni. Það hefur komið mér á óvart hve þröngt sumir háskólamenn
virðast vilja líta á hlutverk þekkingar í samfélaginu og þar með hlutverk
háskóla. Háskólum ber einmitt að koma þekkingu sinni á framfæri víðar
en í hinu fræðilega samfélagi og það getur m.a. þýtt að taka þátt í dægur-
umræðu og sinna þar með fleiru en rannsóknum og kennslu í þröngum
skilningi. En krafan um rannsóknarhlutverkið er sterk. Það er hætt við að
hópur fólks sem skarar fram úr í tilteknum verkefnum, t.d. rannsóknum
telji að það séu einu verkefnin sem skipti máli og mestallri orku skuli varið
til þeirra. Jafnframt skuli velja þau verkefni sem hafa mest fræðilegt gildi
hverju sinni. Þess vegna mætti ýta til hliðar öðrum verkefnum, svo sem
kennslu fjölmargra starfsgreina, rannsóknum sem hefðu ekki hæstu virð-
5 Lög um háskóla, nr. 63/2006.
6 Í greinargerð með frumvarpinu um lög um háskóla er drepið á samfélagslega hlut-
verkið en það er ekki mikið rætt. Jafnframt er vísað í norræn háskólalög sem fyr-
irmyndir, en þar er samfélagslegt hlutverk almennt mun skýrara, því þar er sagt
berum orðum að háskólar skuli leggja sitt af mörkum til þróunar samfélagsins í
krafti rannsókna sinna. Sjá frumvarp til laga um háskóla. Þskj. 654 – 433. mál, lagt
fyrir 23.1.2006, http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=132&mnr=433 (skoð-
að 27. febrúar 2011).