Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 51
HÁSKÓLAR OG GAGNRýNIN ÞJÓÐFÉLAGSUMRæÐA
51
ingarstöðu í fræðaheiminum þótt þau tengdust mikilvægum samfélags-
verkefnum, og miðlun þekkingar til almennings og atvinnulífs. Fé til rann-
sókna væri þá best fyrirkomið í samkeppnissjóðum og úthlutað á grundvelli
hæfni og lítið tillit tekið til annarra viðmiða svo sem samfélagslegs mikil-
vægis verkefna. Allt rannsóknar- og háskólastarf væri þá unnið á þessum
tiltölulega þrönga grundvelli.7 Að þessu verður vikið síðar í öðru sam-
hengi. Rannsóknir og kennsla sem tengd er rannsóknum eru ekki einu
viðfangsefni háskóla; hann hefur fleiri veigamikil hlutverk.8 Þetta skiptir
miklu máli í umræðu um starfsemi háskóla.
Hvorug þeirra röksemda sem hér hafa verið nefndar til þess að ýta til
hliðar samfélagslegu hlutverki háskóla stenst fyrstu skoðun að mínu mati.
Fræðimaður í háskóla og samfélagið
Hér á eftir beini ég sjónum mínum að því hvers vegna fræðimenn í háskóla
hafi hlutverki að gegna í þjóðfélagsumræðunni. Það er stundum sagt af
nokkurri léttúð að hlutverk fræðanna sé að setja í einfaldan búning það
sem virðist flókið við fyrstu sýn en jafnframt að sýna að það sem fljótt á
litið virðist einfalt – sé í raun flókið og margslungið: Gera það flókna ein-
falt og það einfalda flókið. Það er í hnotskurn þetta tvennt sem háskólafólk
ætti að leggja til almennrar opinberrar umræðu.
Sérstaða háskólamanna felst í sérfræðiþekkingu á tilteknum málum og í
krafti hennar hafa þeir hlutverki að gegna, bæði sem upphafsmenn umræðu
og þátttakendur í henni. Með þessu er ekki verið að upphefja háskólana,
þ.e. háskólakennara, eða aðra sérfræðinga háskóla. Þeir eru venjulegt fólk
og hafa hugsjónir, skoðanir og tilfinningar eins og hver annar. Þetta
7 Umræðu um ólíka háskóla frá þessum sjónarhóli og fjölþætt hlutverk rannsókna
og hlutverk þeirra í háskólastarfi er að finna í Jón Torfi Jónasson, „A counterpoint
from an educationist: We know about them, but how do we deal with them? On
the weaknesses inherent in the development of the idea of the university.“
Managing University Autonomy. University autonomy and the institutional balancing of
teaching and research, ritstj. A. Barblan. Bologna: The Magna Charta Observatory.
Bolonia University Press, 2005, bls. 179–197.
8 Clerk Kerr, sem lengi var rektor bæði Berkeley og síðan Kaliforníuháskólanna,
lagði til að háskólar væru á ensku kallaðir „multiversity“ frekar en „university“ til
að undirstrika fjölþætt hlutverk þeirra, sjá útskýringar hans í C. Kerr, The uses of
the university (4. útg.), Cambridge, MA: Harvard University Press, 1994. Hann
telur að eðli málsins samkvæmt hljóti alltaf að vera átök innan háskóla: „the uni-
versity is so many things to so many different people that it must, of necessity, be
partially at war with itself“ (bls. 7).