Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 54
54
JÓN TORFI JÓNASSON
Í öðru lagi verður háskólamaðurinn að vera til fyrirmyndar í allri fram-
setningu og málatilbúnaði um sína sérfræði, svo áferð og ímynd fræðilegr-
ar umræðu bíði ekki hnekki. Sú vernd sem starfsaðstæður veita honum
krefjast ítrustu fagmennsku. Starfsumhverfi hans setur honum að því leyti
töluverðar faglegar skorður. Þarna ræður þó ferðinni persónulegur metn-
aður hans, skýrar siðareglur og almenn tilmæli háskólans, frekar en boð-
vald. En bregðist hann að þessu leyti má gagnrýna hann og áfellast, en að
mínu mati hvorki áminna né reka, nema skýrar siðareglur hafi verið brotn-
ar. Hafi viðkomandi aftur á móti brotið gegn landslögum þá höfum við
dómskerfi til að fást við það og eðlilegt er að láta reyna á það gefist tilefni
til. Gerist starfsmaður brotlegur við landslög getur háskóli varla beitt við-
bótarviðurlögum nema hann hafi fyrirfram mótað sér um það siðareglur,
sem starfsfólki hafi verið gerð grein fyrir að séu til staðar áður en brot er
framið.
Í þriðja lagi er það einmitt hluti af þessari sérstöðu háskólamannsins að
hann flytur alltaf mál sitt í eigin nafni. Hann er ráðinn sem sérfræðingur til
háskólans og hann talar í krafti eigin þekkingar sem háskólasamfélagið
hefur viðurkennt. Aðeins að því leyti talar hann í umboði háskólastofnunar
sinnar. En hann stendur eða fellur með sínum sjónarmiðum og rökum í
hverju máli fyrir sig. Hann hefur því stofnunina, háskólann, sem bakhjarl
en hún hvorki styður hann né gagnrýnir sjónarmið hans eða málflutning.
Að þessu leyti stendur hann einn og óstuddur.
Í þessu sambandi tek ég upp að því er virðist óskylda umfjöllun um
eignarhald og rekstrarfyrirkomulag háskóla. Margir vilja breyta þessu
hvað varðar opinberu háskólana og gera þá að sjálfseignarstofnunum, ekki
síst til þess að auðveldara sé að ráða og reka fólk. Ég tel að slík hugsjón
þjóni ekki hagsmunum háskólastarfs og með því kerfi væri fórnað því sjálf-
stæði í faglegum skoðunum sem hér hefur verið rætt. En slíkt svigrúm væri
samt í lagi ef við lítum á háskólakennarann nánast sem sérhæfðan verktaka,
sem býr yfir ákveðinni tæknilegri færni sem mætti nýta í nokkur ár og fá
svo nýjan. Það getur verið skynsamlegt í einhverjum mæli til að fá mjög
sérhæfða þekkingu, t.d. af rannsóknarstofum eða annars staðar úr atvinnu-
lífinu inn í háskólana, en það væri fráleitt að styðjast við slíkt vinnuafl sem
uppistöðu í háskólastarfi. Ég tel talsverða festu mikilvæga. En jafnframt
þarf að undirstrika fjölþætt og að sumu leyti viðkvæmt ábyrgðarhlutverk
háskólakennarans, m.a. sem þátttakanda í margvíslegri og e.t.v. umdeildri
þjóðfélagsumræðu. Honum hættir þá til að stíga á ýmsar tær og á fyrir