Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 55
55
HÁSKÓLAR OG GAGNRýNIN ÞJÓÐFÉLAGSUMRæÐA
bragðið að njóta verndar háskólaumhverfisins. Á hinn bóginn verður
stofnunin að gera til hans mjög skýrar og metnaðarfullar kröfur, raunar
meiri en íslenskir háskólar gera nú, m.a. um stöðuga faglega endurnýjun
og virka þátttöku í mótun fræðasviðs síns, virkni í rannsóknum og kennslu.
Samkvæmt lögum um háskóla skal hann vera sér meðvitaður um afdrátt-
arlaust hlutverk háskólans í eflingu þess samfélags sem leggur honum fé.
Jafnframt verður að hafa hugfast að starfsfólk hvaða stofnunar sem er
kann að hafa tilhneigingu til þess að sýna eiganda sínum eða borgunar-
manni auðsveipni, jafnvel undirgefni. Þetta á einnig við ef eigandinn er
almenningur og stjórnvöld hafa samskipti við stofnunina fyrir hans hönd.
Hætt er við að háskólar verði stjórnvöldum undirgefnir, einkum vegna
þess að þeir þurfa á nauðsynlegum fjárhagslegum stuðningi að halda. Ég
tel það þó skásta kostinn í heimi átaka um völd og áhrif að háskólar starfi
undir lýðræðislega kjörnu valdi. Þessarar tilhneigingar til undirgefni kann
einnig að gæta ef stór hluti tekna kemur frá nemendum eða frá stjórnvöld-
um á grundvelli nemendafjölda. Þá er stofnunin orðin fjárhagslega háð
nemendum sínum, jafnvel að því marki að hin gullna regla viðskipta gæti
átt við, þ.e. að viðskiptavinurinn hafi ætíð rétt fyrir sér. Það má vissulega
halda því fram að sjálfseignarfyrirkomulagið rjúfi að einhverju leyti tengsl-
in á milli ríkisvaldsins og háskólanna og geri þá þannig fjárhagslega og þar
með faglega sjálfstæðari. Sé það vilji beggja aðila má ná því fram með ýmsu
móti. Sjálfseignarfyrirkomulagið er ekki eina leiðin til þess að tryggja slíkt
sjálfstæði. ýmislegt bendir til þess að danskir háskólar séu jafnvel enn háð-
ari ríkisvaldinu en íslenskir háskólar, þótt þeir fyrrnefndu séu sjálfseignar-
stofnanir á danska vísu (d. selveijende).11 Mikilvægast er að spyrja hverju
háskólar eigi að ráða sjálfir og af hverju ríkisvaldið ætti að skipta sér.
Um hlutleysi og fræði
Iðulega er lögð áhersla á hlutleysi vísinda. En er hugsanlegt að á fræði-
mönnum séu ýmsir veikir blettir sem dragi úr hæfni þeirra til hlutlausrar
og gagnrýninnar umræðu? Ef svo er, þá rýrir það framlag þeirra til þeirrar
yfirveguðu samfélagsumræðu sem kallað er eftir í þessari grein.
Víkjum fyrst að hlutleysi þeirra sem stunda fræðistörf. Hafa verður hug-
fast að vísinda menn eru jafnbreyskir og aðrir menn. Vísindaleg aðferð eða
11 Þetta sjónarhorn er rætt í Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson, „Hvert er
eignarhaldsform norrænna háskóla?“, Tímarit um menntarannsóknir 7:1/2010, bls.
28–42.