Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 65
65
Á undanförnum tveimur áratugum hefur háskólamenntun Íslendinga tekið
stakkaskiptum. Það má segja að þögul bylting hafi farið fram á þessu sviði
á sama tíma og önnur háværari reið yfir. Íslendingar hafa ekki bara aukið
aðgengi að háskólanámi, fjölgað háskólastofnunum og námsleiðum –
íslenskur almenningur hefur skipað sér á bekki háskólanna í meira mæli en
nokkru sinni fyrr. Íslenskir háskólar þurfa nú að gera upp nýliðna fortíð,
einkum þurfa þeir að svara ásökunum um að þeir hafi tekið þátt í hug-
myndafræði, sjálfsblekkingu og græðgi mektaráranna, sem öll voru tekin
út á krít. Spurningin sem ég velti fyrir mér í þessari stuttu grein er sú hvort
námsframboð íslenskra háskóla og val nemenda á fögum séu einnig arfur
þessa tímabils.
Árin frá ofanverðum tíunda áratugnum fram að hruninu 2008 voru
tímabil mikils vaxtar í íslenskum háskólum. Námsframboð jókst einkum
með því að fyrrum sérskólar tóku að bjóða upp á nám á háskólastigi, bæði
á grunn- og framhaldsstigi, og til urðu nýjar stofnanir við sameiningu og
endurskipulagningu, til dæmis Listaháskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík,
Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. Þar að auki var háskólanám
gert aðgengilegra fyrir nemendur sem þegar voru komnir út í atvinnulífið
(t.d. með fjarnámi, hlutanámi og kvöldskólakennslu). Samhliða því fjölgaði
námsgreinum til muna.1
Þessi þróun kemur meðal annars fram í tölum Hagstofu Íslands sem
sýna að frá 1995 til 2008 fjölgaði brautskráningum með fyrstu háskóla-
1 Hér styðst ég við tvær ágætar greinar um þróun háskóla á Íslandi upp úr aldamót-
um: Guðmundur Heiðar Frímannsson, „Háskólar, kreppa og vísindi“, Tímarit um
menntarannsóknir 6/2009, bls. 7–13 og Börkur Hansen, „Háskólar á Íslandi. Frá
sundurgreiningu til samhæfingar“, Uppeldi og menntun 14: 1/2005, bls. 125–128.
Gauti Sigþórsson
Háskólabóla?
Um námsframboð og vinsældir náms í góðæri
Ritið 1/2011, bls. 65–75