Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 66
66
GAuTI SIGþÓRSSON
gráðu úr 998 í 2374 (metárið var 2006, þegar 2504 útskrifuðust).2 Þessi
rúma tvöföldun á BA/BS-stigi er markverð út af fyrir sig, en þegar einnig
er litið á tölur um brautskráningu af meistarastigi (og doktorsstigi) sést að
landslag íslenska menntageirans gerbreyttist á þessu tímabili. Á seinni
helmingi tíunda áratugarins fór lítið fyrir meistaragráðum og doktors-
gráðum, en tíu árum síðar var staðan orðin allt önnur:
Á þessum þrettán árum má segja að meistara- og rannsóknanámsstigin
við íslenska háskóla hafi orðið fullburða: Um miðjan tíunda áratuginn
útskrifuðust 58 meistaranemendur og einn doktor – hverfandi fjöldi í sam-
anburði við 735 meistarapróf og 23 doktorsgráður veturinn 2007–2008.
Hlut fallslega eykst þannig rúmtak meistaranáms í íslenskum háskólum úr
3,7% í 20,2% allra brautskráninga á tímabilinu.
Úrval námsgreina í íslenskum háskólum er mikið miðað við fjölda
stofnana og nemenda. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 108 greinar á BA/
BSc-stigi með fleiri en einn skráðan nemanda árið 2009, en á meistarastigi
dreifðust skráðir nemendur á 106 greinar. Þrátt fyrir þetta fjölbreytta
framboð safnast þorri nemenda í frekar fá fög. Tæpur helmingur allra
nemendanna á hvoru stigi er skráður í „Topp 10“ greinarnar.
2 Talnagögn Hagstofu Íslands um háskóla er að finna á vefsíðu stofnunarinnar, í
flokknum „Skólamál“: http://hagstofa.is/Hagtolur/Skolamal.
Mynd 1: Fjöldi brautskráninga 1995–2008 (Heimild: Hagstofa Íslands).
0
500
1000
1500
2000
2500
3000
3500
4000
19
95
-‐1
99
6
19
96
-‐1
99
7
19
97
-‐1
99
8
19
98
-‐1
99
9
19
99
-‐2
00
0
20
00
-‐2
00
1
20
01
-‐2
00
2
20
02
-‐2
00
3
20
03
-‐2
00
4
20
04
-‐2
00
5
20
05
-‐2
00
6
20
06
-‐2
00
7
20
07
-‐2
00
8
!"#$%&'"()*)+#",-../012234,56789*,:;*",+"(<$,
Doktorsgráða,
ISCED
6
Meistaragráða,
ISCED
5A
Viðbótarnám
að
lokinni
fyrstu
gráðu,
ISCED
5A
Fyrsta
háskólagráða,
ISCED
5A
Króf
á
háskólasLgi
Mekki
háskólagráða),
ISCED
5B