Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 68
68
GAuTI SIGþÓRSSON
Mest áberandi greinarnar sem háskólanemar safnast í á grunn- og
meistarastigi eru á sviðum lögfræði, viðskiptafræði og félagsvísinda. Í
grunnnáminu eru tvær raungreinar inni á topp-10 listanum (tölvunarfræði
og véla- og iðnaðarverkfræði), en á meistarastigi er ekki að finna neinar
raungreinar á listanum. Val nemenda er því fábreyttara á meistarastigi en
BA-stigi: Níu af tíu vinsælustu meistaranámsgreinunum tilheyra lögfræði,
viðskiptum eða menntun – eina undantekningin er hagfræði (2%), sem
iðulega er talin til félagsvísinda.
Í þessu sambandi er fróðlegt að bera námsval Íslendinga saman við
önnur Norðurlönd. Tölur Eurostat sýna að íslenski útskriftarárgangurinn
2008 sótti hlutfallslega mest allra Norðurlandaþjóða í félagsvísindi, við-
skipti og lögfræði, sem og fög á sviði menntunar. Samanlagt voru 60%
allra íslenskra brautskráninga árið 2008 af þessum tveimur almennu svið-
um.3 Á móti voru hlutfallslega fæstar brautskráningar af raungreina- og
verkfræðisviðum á Íslandi (13,5% samanlagt), samanborið við 23,7% í
Svíþjóð og 26,8% í Finnlandi, sem höfðu hæsta hlutfall útskrifta á þessum
sviðum meðal Norðurlandaþjóða.
% Svíþjóð Finnland Noregur Danmörk ESB (27 lönd) Ísland
Menntun 18,1 7,9 18,0 7,9 9,8 22,8
Hugvísindi og listir 5,8 17,1 8,7 13,0 12,1 10,7
Félagsvísindi, viðskipti
og lögfræði 23,9 26,1 29,0 31,3 36,0 37,3
Raunvísindi, stærðfræði
og tölvunarfræði 7,0 11,7 7,5 7,1 9,7 6,5
Verkfræði, framleiðsla
og byggingargreinar 16,7 15,1 7,7 12,4 12,3 7,0
Landbúnaður
og dýralækningar 1,2 2,3 0,9 2,5 1,7 0,4
Heilsa og velferð 24,6 15,1 23,6 22,5 14,5 13,7
Þjónusta 2,8 4,8 4,5 3,3 4,1 1,6
Tafla 1: Brautskráningar af öllum háskólastigum, hlutfall eftir almennum sviðum,
Norðurlönd og ESB 27 (Eurostat 2010)
3 Orðalagið „almenn svið“ og „afmörkuð svið“ er notað af Hagstofu Íslands til þess
að greina milli yfirflokka og undirflokka (einstakra námsgreina) í háskólum.