Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 72
72
GAuTI SIGþÓRSSON
vinsælastar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Þessi þróun bendir
til þess að íslenskir háskólanemar hafi tekið að líta á háskólanám fyrst og
fremst sem atvinnutengda fjárfestingu þegar komið var fram yfir aldamót-
in, og hafi valið nám sitt á þeim forsendum.8 Í löndum þar sem hlutfall
einkarekinna háskóla er hátt og skólagjöld eru innheimt er ekki óalgengt
að meira en helmingur allra skráðra nemenda stundi nám í félagsvísindum,
lögfræði og viðskiptagreinum. Jafnframt stunda hlutfallslega færri nem-
endur nám á tæknilegri og kostnaðarsamari sviðum, einkum í rannsókna-
tengdum raunvísindum og fögum sem ekki eru beintengd atvinnulífinu,
einkum hugvísindum og listum. Í greininni „Mass Higher Education and
Private Institutions“, sem fjallar um einkarekstur á háskólastigi í OECD-
ríkjunum, bendir Pedro Teixeira á það að skýringin á þessu mynstri náms-
framboðs við einkaskóla felist að hluta til í því að félagsvísindi, lögfræði og
viðskiptagreinar séu atvinnutengd fög sem einnig eru ódýr í kennslu. Því
henti þau einkaskólum vel, þar sem stofn- og rekstrarkostnaður er tiltölu-
lega lágur miðað við þau skólagjöld sem hægt er að setja upp.9
Þegar vinsælustu greinum við íslenska háskóla er raðað upp óháð
námsstigi sést vel að flestar þeirra hafa beina skírskotun til atvinnu, og það
er fyrst og fremst í félagsvísindum, lögfræði og viðskiptum sem sjá má
fleiri en einn háskóla keppa um nemendur. Einu raunvísinda- og tækni-
greinarnar á listanum eru tölvunarfræði og véla- og iðnaðarverkfræði á
BSc-stigi.
Á töflunni á bls. 69 má sjá greinilega samþjöppun framboðs Háskólans
í Reykjavík og Háskólans á Bifröst í vinsælustu fögunum, en einnig sést
áhersla Háskólans á Akureyri á heilbrigðisgreinar og menntun. Háskóli
Íslands leggur aftur á móti mest upp úr fjölbreytni – hann fyllir upp í
„langa halann“ í þessari vinsældaröðun námsgreina. 10
Eftirtektarvert er hve fáar raungreinar og tæknigreinar eru á meðal 25
vinsælustu háskólagreinanna árið 2009. Það rennir stoðum undir þær
grunsemdir að upp úr aldamótum hafi myndast eins konar bóla í félagsvís-
8 Þessi tilgáta getur alveg átt við um þróunina yfir lengra tímabil. Páll Skúlason
heldur því fram að markaðsvæðing menntakerfisins hafi byrjað miklu fyrr. Hann
segist hafa tekið eftir því að „markaðshugmyndin fór að gegna lykilhlutverki í um-
ræðu um mennta- og skólamál“ strax um miðjan áttunda áratuginn. Páll Skúlason,
„Menning og markaðshyggja“, Skírnir 182: vor/2008, bls. 11.
9 Pedro Teixeira, „Mass Higher Education and Private Institutions“, Higher Educa
tion to 2030: Globalisation, 2. bindi, París: OECD, 2009, bls. 250.
10 Chris Anderson. The Long Tail: Why the Future of Business Is Selling Less of More.
New York: Hyperion Books, 2006.