Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 74
74
indum, lögfræði og viðskiptagreinum, sem hafi gert námsframboð og
námsval við íslenska háskóla einhæfara. Það má ekki túlka þessa bólu-
myndlíkingu sem svo að þetta nám sé ofmetið og gildi þess eigi eftir að
falla. Menntun er ekki hlutabréf í fallvöltum banka, virði hennar verður
ekki frá manni tekið, ekki frekar en hæfni og reynsla – hún verður örugg-
lega til gagns fyrir flesta sem leggja stund á námið af einhverri alvöru. Það
veldur hinsvegar áhyggjum ef straumurinn liggur allur eða að langmestu
leyti í eina átt. Hallinn sem er á hugvísindum, listum, stærðfræði, raunvís-
indum og tæknigreinum á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin er áberandi
þegar litið er á tölur Hagstofu Íslands og Eurostat. Ekki eru svör á reiðum
höndum um það af hverju sá halli stafar, umfram þá efnahagslegu og
menningarlegu hvata sem voru til staðar fyrir hrun, en það er verðugt
rannsóknarverkefni að kanna af hverju fleiri leita ekki í þessar greinar:
Hvað í uppbyggingu náms í grunn- og framhaldsskólum veldur því að
u.þ.b. 60% íslenskra nýstúdenta leggja leið sína í fög sem eru, gróft á litið,
öll innan marka félagsvísinda og lögfræði?
Er þetta mynstur til komið af meðvitaðri, skýrri menntastefnu af hálfu
hins opinbera og háskólanna? Það kæmi á óvart ef svo væri, en þessi spurn-
ing er sérlega mikilvæg í ljósi þess niðurskurðar sem nú fer fram og hefur
bitnað á háskólunum sem og öðrum mennta- og menningarstofnunum á
Íslandi eftir fall bankanna. Hverju á að hlúa að í íslenskum háskólum þegar
fjármagn er af skornari skammti en oft áður? Uppbyggingin fylgdi kannski
ekki skýrri stefnu, en niðurskurðurinn og hagræðingin þurfa að gera það.
Endalok bóluáranna sýndu að það kann ekki góðri lukku að stýra að reka
allt féð í sömu rétt. Hvort sem bankar eða tölvuleikir lofa grænasta grasinu
þá stundina er það hlutverk háskólanna, og menntakerfisins alls, að móta
stefnu til lengri tíma sem hlýtur að hafa það markmið að Íslendingar búi
sig að einhverju leyti undir að bregðast við hinu óvænta.11 Fjölbreytt
menntaumhverfi hlýtur að gagnast betur við slíkar aðstæður en einsleitt.
11 Hér hef ég í huga hugmyndir Nassim Nicholas Taleb um að fjölbreytni og áhættu-
dreifing fari saman, í The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable, London:
Allen Lane, 2007.
GAuTI SIGþÓRSSON