Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 81
81
HÁSKÓLAR. VALDASTOFNANIR EÐA VIÐNÁMSAFL?
verska menntakerfisins eru að einhverju leyti hliðstæða þess sem þróaðist
innan háskólanna. Á hinn bóginn var umgjörð ólík að því leyti að skóla-
stofnanirnar sjálfar voru aukaatriði í þessu menntakerfi; það sem skipti
máli voru prófin og frammistaða í þeim.
Kínversku samkeppnisprófin eiga sér langa sögu. Getið er um slík próf
á valdatíma fyrri Han-ættar (206 f.Kr.–9 e.Kr.) en þau eiga sér samfellda
sögu frá árinu 605. Ákveðin þáttaskil urðu á valdaskeiði Song-ættar (960–
1279). Þá fengu prófin þá mynd sem þau höfðu að mestu leyti í 1300 ár en
jafnframt urðu þau nú helsta tækið til að velja keisaralega embættismenn.
Prófað var í þekkingu á breiðu sviði, m.a. í hernaðarlist, landafræði, land-
búnaði, lögum og siðfræði (einkum verkum Konfúsíusar). Prófin voru
samræmd yfir allt ríkið og veittar voru prófgráður á grundvelli árangurs í
þeim. Áhrif þeirra voru þau að verðleikar skiptu máli fyrir embættisframa
og þau tryggðu nokkurn félagslegan hreyfanleika. Áhersla á klassíska þekk
-ingu í prófum varð einnig til að ýta undir varðveislu kínversks menningar-
arfs.
Að einhverju leyti ýtti nám fyrir samkeppnisprófin undir gagnrýna
afstöðu til yfirvalda. Meðal kennsluefnis voru verk hins áhrifamikla kín-
verska heimspekings Mengzi (Mencius, 372–289 f.Kr.) þar sem rök voru
færð fyrir því að uppreisn gegn ranglátum yfirvöldum væri réttlætanleg. Á
hinn bóginn var hlutverk prófanna einkum að tryggja ríkinu hæfa embætt-
ismenn og að því leyti voru þau samgróin valdakerfi ríkisins.8
Kínversku embættisprófin voru fyrirmynd svipaðra embættisprófa í
Kóreu, Víetnam og Japan. Þau voru einnig höfð til fyrirmyndar þegar
Bretar gerðu umbætur á embættiskerfi sínu í kjölfar skýrslu Staffords H.
Northcotes (1818–1887) og Charles Edwards Trevelyans (1807–1886)
árið 1853.9
8 Sjá t.d. John Chafee, The Thorny Gates of Learning in Sung [Song] China, Albany:
State University of New York, 1995; Benjamin Elman, A Cultural History of Civil
Examinations in Late Imperial China, Berkeley-Los Angeles: University of Cali-
fornia Press, 2000.
9 Mary Gertrude Mason, Western Concepts of China and the Chinese, 1840–1876, New
York: Hyperion Press, 1973, bls. 171. Sjá nánar Cathy Shuman, Pedagogical Eco
nomies: The Examination and the Victorian Literary Man, Stanford, CA: Stanford
University Press, 2000. Skýrsla Northcotes og Trevelyans var allsherjarúttekt á
breska embættiskerfinu og markmiðið með henni að finna leiðir til umbóta á því.