Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 83
83
HÁSKÓLAR. VALDASTOFNANIR EÐA VIÐNÁMSAFL?
tregða til að viðurkenna framlag islam til heimsmenningar heldur einnig
sú staðreynd að háskólarnir þróuðust ekki meðal þeirra islömsku lærdóms-
manna sem leituðu til klassískrar grískrar heimspeki (kalam) heldur meðal
hugmyndafræðilegra andstæðinga þeirra sem lögðu áherslu á hefðbundna
guðfræði og hafa verið tengdir við bókstafstrú og umburðarleysi á síðari
öldum. Hér má þó nefna til samanburðar að evrópsku háskólarnir uxu að
ýmsu leyti af sama meiði, nutu dyggs stuðnings trúarlegra yfirvalda og
lögðu mun meiri áherslu á guðfræði og lög heldur en heimspeki og nátt-
úruvísindi.
Evrópskir háskólar á miðöldum
Háskólar urðu til í Evrópu á þrettándu öld en áttu sér langa þróunarsögu.
Annar tveggja fyrstu háskólanna var skólinn í Bologna en sú borg varð
mikið menntasetur á tólftu öld. Hið akademíska umhverfi í Bologna dafn-
aði samfara áhuga á fornum Rómarrétti (lat. corpus iuris civilis) sem lær-
dómsmenn þar sérhæfðu sig í. æðri menntun í borginni var svo sett undir
vernd keisara Hins heilaga rómverska ríkis árið 1158 með tilskipun
(habita).11 Slíkur opinber stuðningur var forsenda háskólastofnunar síðar
en vernd keisarans náði til allra lærdómsmanna á Norður-Ítalíu frekar en
tiltekins skóla.12 Síðar á tólftu öld hópuðu stúdentar sig saman í gildi undir
forystu rektora og upp úr þeim varð háskólinn til.
Hinn háskólinn sem talinn er elstur varð til í París en sú borg var fræg
fyrir geistlega skóla sína á tólftu öld; skóla sem voru reknir við dómkirkjur
og klaustur. Meðal þeirra voru dómskólarnir við Frúarkirkju og Saint
Geneviève og skólinn í Viktorsklaustri. Einhvern tíma á síðari hluta ald-
arinnar fóru kennarar við þessa skóla að mynda sín eigin gildi en ekki er
hægt að tala um háskóla fyrr en á þrettándu öld.
Fyrsta sameiginlega gildi stúdenta og kennara varð til í París 1208 og
nefndist universitas magistrorum et studentium.13 Innocentius III páfi var
mjög áhugasamur um að efla háskólann þar enda hafði hann sjálfur lært
11 Sjá útg. H. Koeppler, „Frederick Barbarossa and the Schools of Bologna“, English
Historical Review 54/1939, bls. 577–607.
12 Hastings Rashdall, The Universities of Europe in the Middle Ages I. Salerno-Bologna-
Paris, útg. F.M. Powicke og A.B. Emden, Oxford: The Clarendon Press, 1936, bls.
144.
13 Walter Rüegg, „Themes“, A History of the University in Europe: Volume 1, Uni
versities in the Middle Ages, ritstj. Hilde de Ridder-Symoens, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 1992, bls. 3–34, hér bls. 6.