Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 85
85
HÁSKÓLAR. VALDASTOFNANIR EÐA VIÐNÁMSAFL?
stæð gildi atvinnugreina. Háskólar voru eitt gildi af mörgum og sjálfstæði
þeirra efldist á meðan gildin voru öflug.
Margir fræðimenn hafa einblínt á þetta sjálfstæði sem háskólarnir nutu
á miðöldum sem forsendu fyrir akademísku frelsi. Þannig halda þeir
Richard Hofstadter og Walter P. Metzger því fram að
á þeim tíma þegar þeir voru hvað sjálfstæðastir lifðu háskólarnir í
millivef miðaldasamfélagsins og gátu hagnýtt sér valddreifingu og
jafnvægi á milli stríðandi valdastofnana til að styrkja eigin hagsmuni
sem stofnanir. Þar sem valdakerfið var ekki ósveigjanlegt, og innan
geistlegra og veraldlegra valdastofnana ríktu margræði og fjöl-
breyttir hagsmunir, voru háskólar í aðstöðu þar sem ekki var auðvelt
að yfirbuga þá.17
Á hinn bóginn hefur einnig verið bent á það að vöxtur háskólakerfisins og
stöðlun háskólamenntunar hafi einungis verið möguleg vegna þess að
ríkjandi hugmyndakerfi í Evrópu var einsleitt:
Í heimi Grikkja og Rómverja ríkti umburðarlyndi gagnvart mis-
munandi trúarbrögðum og ólíkum heimspekistefnum … Það er
vandséð að stofnanir á borð við háskóla hefðu getað orðið til við
slíkar kringumstæður; því að það er innbyggt í háskóla að til sé safn
þekkingar sem almenn samstaða er um; einhver grundvallarheim-
speki sem þeim beri skylda til að auka frekar við og færa áfram til
næstu kynslóða.18
17 „At the time of their greatest independence the universities lived in the interstices
of medieval society, taking advantage of its decentralization and the balance of its
conflicting powers to further their own corporate interests. The absence of a
monolithic structure of power, the existence of a real plurality and diversity of int-
erests within the frameworks of both the ecclesiastical and secular powers, put the
universities in a position in which they were not easily overwhelmed.“ Richard
Hofstadter og Walter P. Metzger, The Development of Academic Freedom in the
United States, New York: Columbia University Press, 1955, bls. 7–8.
18 „The Graeco-Roman world had been widely tolerant of different religions and
different philosophies … It is difficult to see how such institutions as universities
could have come into being under these circumstances; for universities imply
some generally accepted corpus of knowledge, some basic philosophy, that it is
their duty to augment and to transmit to the following generations.“ D.S.L.
Cardwell, The Organisation of Science in England, 2. útg. London: Heinemenn,
1972, bls. 6.