Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 90
90
SvERRIR JAkObSSON
minna rými fyrir sjálfstæðar menntastofnanir. Háskólar Evrópu nutu því
meira sjálfstæðis en sambærilegar menntastofnanir í öðrum samfélögum
en eigi að síður voru þeir nátengdir valdastofnunum og sóttu viðurkenn-
ingu á sérstöðu sinni til þeirra helstu, páfans og keisarans. Nokkurt rof
varð í háskólanámi um 1800 og var það afleiðing af breyttum viðhorfum til
vísinda, ekki síst fyrir áhrif frá Upplýsingunni.
Það er því ekkert einhlítt svar við því hvort háskólar hafi almennt verið
gagnrýnið þjóðfélagsafl. Þeir nutu vissulega sjálfstæðis gagnvart öðrum
valdastofnunum en meginmarkmið þeirra var þó jafnan þjónusta við þær
stofnanir, að tryggja þeim vel menntað og hæft vinnuafl. Hér má þó draga
fram sérstöðu heimspekideildarinnar, „hins vinstra mótvægis“ innan há-
skólans, svo vísað sé til orða Immanuels Kants.
Þegar fyrirbærið háskólar er rannsakað í sögulegu ljósi er niðurstaðan
sú að hugmyndin um háskóla sem gagnrýnið afl sem getur veitt öðrum
samfélagslegum valdakerfum viðnám er í grundvallaratriðum rómantísk
helgimynd sem lýsir ekki háskólum eins og þeir hafa lengst af verið. Ekki
ber þó að vanmeta styrk þessarar helgimyndar; hún hafði meðal annars rík
áhrif á Wilhelm von Humboldt og aðra upphafsmenn nútíma háskóla-
starfs. Í skrifum þeirra birtist hugmynd um fyrirmyndarháskóla sem þessar
þversagnakenndu menntastofnanir hafa iðulega mælt sig við og hefur ýtt
undir viðleitni til að gera háskólana að vígi gagnrýninnar hugsunar.
ABSTRACT
Universities: Institutes of Power or Resistance?
The article explores the invention of the university as an institution in the Middle
Ages, and its peculiar characteristics in contrast with other systems of an academic
education. The strength of the university has been its role in creating a standard-
ized type of higher learning, which is solidified by its unique status in the disposal
of academic degrees and titles. The traditional independence of universities is
demonstrated to be created by the historical circumstances in which they came
into existence, as medieval power structures were disparate and various institu-
tions competed for authority in European societies. The role of the university as a
centre of critical thinking is discussed, and it is argued that universities have sel-
dom been in the forefront of resistance to established power and ideological
hegemony; in fact universities can rather be seen as repositories of traditional
authority and established thinking.
Key words: Mediaeval universities; civil examinations; the madrasa; higher educa-
tion; knowledge and power; social criticism and the role of intellectuals.