Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 95
95
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
Reynslan sýnir að þegar hörmungar dynja yfir sem rekja má beint til
aðgerðaleysis manna og höfnunar á tilteknum staðreyndum, ríghalda þeir
samt sem áður í afneitunina sem átti sinn þátt í öllum hörmungunum. Sú
verður líklega einnig raunin ef veðurfar hlýnar mjög á næstu áratugum.
Stanley Cohen dregur fram fjölmörg söguleg dæmi um afneitun í verki
sínu States of Denial, Knowing about Atrocities and Suffering. Hann lýsir því
hvernig heilu samfélögin taka á ódæðisverkum úr fortíð sinni með þöggun,
afskiptaleysi, sjálfsblekkingu og bælingu. Stundum er ekki einu sinni hægt
að tala um bælingu eða gleymsku, því að hvernig er hægt að gleyma ein-
hverju sem aldrei hefur verið meðtekið eða lært.6 Sú brenglaða veru-
leikasýn sem sprettur af afneituninni gerir einstaklingnum kleift að víkja
sér undan óþægilegum sjálfsskilningi og hafna allri ábyrgð. Af þessum
sökum getur sá sem ekkert gerði borið höfuðið hátt þegar barnabörnin
taka að spyrja út í aðgerðaleysið. „Ég sá þetta ekki fyrir“, getur hann sagt.
Eða: „Ég ber ekki ábyrgð“, eða: „Ég gat ekkert gert, það gerði enginn
neitt“. Að lokum getur hann áréttað: „Þetta var allt öðrum að kenna“.7
Í þekktri svissneskri rannsókn, sem unnin var af Stoll-Kleemann,
O’Riordan og Jaeger, var leitast við að svara því með hvaða hætti almenn-
ingur kemur sér undan því að ræða breytingarnar á veðurfari jarðar, allt frá
því að afgreiða loftslagsvísindin sem ómarktæk eða skilgreina veðurfars-
hlýnunina sem uppblásinn vanda sem auðveldlega megi leysa í framtíð-
inni.8 Í könnuninni fengu tveir hópar það hlutverk að ræða framtíðina í
ljósi loftslagsbreytinga, en séð var til þess að kynjaskipting væri jöfn, fólk
væri á ýmsum aldri, hefði mislanga skólagöngu og mismunandi skoðanir á
umhverfismálum. Annar hópurinn fékk það verkefni að lýsa Sviss eftir
þrjátíu ár ef orkunotkun héldist stöðug, hinn hópurinn átti að lýsa lífinu
þar eftir að notkunin hefði verið skorin niður um 30% til 50%. Síðan voru
hóparnir sameinaðir og kynntu þeir niðurstöður sínar í formi klippimynda.
Almenn sátt var um það í báðum hópum að alvarlegar loftslagsbreytingar
fótum troðnir. En þó svo að einstaklingar séu ekki fangelsaðir eða myrtir vegna
óvinsælla skoðana í lýðræðisríkjum geta afleiðingarnar engu að síður verið alvar-
legar.
6 Stanley Cohen, States of Denial, Knowing about Atrocities and Suffering, Cambridge:
Polity Press, 2001, bls. 3.
7 George Marshall, „The psychology of denial“, bls. 41. Allar þýðingar eru mínar
nema annars sé getið.
8 Stoll-Kleemann, S., Tim O’Riordan og Carlo C. Jaeger, „The psychology
of denial concerning climate mitigation measures: evidence from Swiss focus
groups“, Global Environmental Change 11/2001, bls. 107–117.