Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 97
97
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
rétta sinn hlut með því að gera slíkt hið sama. Afneitun er hluti af ferlinu:
„Um þetta snýst harmleikurinn. Sérhver maður er fastur í kerfi sem knýr
hann til þess að auka við hjörð sína endalaust – í takmörkuðum heimi. Allir
menn eru á fleygiferð í átt til tortímingar og hver og einn reynir að styrkja
hag sinn í samfélagi sem leggur traust sitt á almenningsfrelsið. Frelsi innan
almenningsins tortímir öllum.“12 Þegar tilgáta Hardins, sem snýr að fólks-
fjölgunarvandanum, er skoðuð í ljósi loftslagsbreytinga endurspeglast
almenningsharmleikurinn í þeirri trú að allar athafnir einstaklingsins séu
léttvægar. Fórn einstaklingsins er risavaxin í samanburði við áhrifin sem
hún ein og sér hefur fyrir heildina. Þess vegna þykir réttlætanlegt að leggja
ekkert af mörkum.
Af samtölunum sem svissneska rannsóknin birtir má ráða að flestir
viðmælendur láti stjórnast af eigingjörnum hvötum. Þeir vilja ekki fórna
persónulegum þægindum sem þeir hafa vanist en vilja ekki heldur að rann-
sakendurnir sjái sig í neikvæðu ljósi, t.d. sem sjálfselska. Því reyna þeir að
færa ,málefnaleg‘ rök fyrir aðgerðaleysi sínu. Stoll-Kleemann, O’Riordan
og Jaeger leitast við að lýsa því hvers vegna þversögnin milli orða og
athafna rís. Hvers vegna kjósa einstaklingarnir ekki að gera það sem þeir
vita að er gott og rétt, og hvernig skýra þeir þá ákvörðun að velja fremur
hið ranga þegar þeir gera sér grein fyrir afleiðingum þess? Undanbrögðunum
í málflutningi viðmælendanna er ætlað að eyða þversögninni, en auðvitað
eru þau fyrst og fremst vitnisburður um afneitun þeirra.13 Í því ljósi ræða
þau ferns konar sálræn ferli sem hafa það hlutverk að stýra félagslegum
hlutverkum einstaklinga, aðlögunarvirknina (e. the adaptive function), sjálfs-
tjáningarvirknina (e. the selfexpressive function), sjálfsvarnarvirknina (e. the
egodefensive function) og þekkingarvirknina (e. the knowledge function).
Aðlögunin gerir einstaklingnum kleift að mynda jákvæð tengsl við aðrar
manneskjur og hópa sem hann telur sig tilheyra. Þessari virkni er ætlað að
auka á velsæld hans, ýta undir fullnægju og vellíðan, og forða honum frá
sársauka og refsingu. Sjálfstjáning gerir einstaklingnum kleift að kynna
viðhorf sín og lífsskoðanir fyrir öðrum, og samfélagið sér hvað einstakling-
12 Garrett Hardin, „The Tragedy of the Commons“, Science 13. desember 162/1968,
bls. 1243–1248, hér bls. 1244. Harden skilgreinir harmleik á sama hátt og heim-
spekingurinn A.N. Whitehead, ekki sem óhamingju, heldur sem „alvöruþunga
hins skefjalausa framgangs hlutanna“. Í harmleiknum búa nánast óumflýjanleg
forlög, þar sem allar tilraunir til undankomu eru fyrirfram dæmdar vonlausar –
Garrett Hardin, „The Tragedy of the Commons“, bls. 1244.
13 Stoll-Kleemann o.fl., „The psychology of denial concerning climate mitigation
measures“, bls. 111.