Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 100
100
GuðNI ELíSSON
að skilgreina þær á einfaldan hátt. Hér verða nefndir fimm flokkar afsök-
unarleiða sem byggðar eru á velsæld, ábyrgð, vísindum, pólitík og lausn-
um.
1) Velsældarrök. Eins og svissneska rannsóknin sýnir eru einstaklingar ófús-
ir að gefa gamla siði og ákjósanlegan lífsstíl upp á bátinn sérstaklega ef
hann tengist sjálfsvitund þeirra (þykir t.d. eftirsóknarverður í hugum ann-
arra). Aðhaldsaðgerðir gætu ógnað þeirri neyslu sem Vesturlandabúar hafa
vanist og fórn einstaklingsins leiðir til afskaplega smárra hagsbóta fyrir
heildina (almenningsharmleikurinn). Vellíðunartúlkunin er oft og tíðum
studd af pólitískri túlkun. Samdráttarkröfur eru þá atlaga að kapítalisma,
hagvexti og jafnvel nútímanum sjálfum, þar sem munaður víkur fyrir
meinlætalifnaði. Þetta eru afskaplega máttug rök því að fæstir vilja ganga í
gegnum sjálfskipaðar þrengingar. Gott dæmi um velsældartúlkunina má
finna í grein sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði í Lesbók
Morgunblaðsins, eftir að ég hvatti hann til ábyrgari samfélagssýnar:
En í raun og veru er hann enn einn síðskeggjaði spámaðurinn úr
Gamla testamentinu, sem stendur ellimóður uppi á steini og æpir á
okkur, að við verðum að iðrast synda okkar og gera yfirbót, áður en
það er of seint. Sögu þessa spámanns höfum við oft heyrt áður:
Mennirnir eru vondir. Það, sem okkur finnst gott, getur ekki verið
gott fyrir okkur. Við hljótum að hverfa aftur til náttúrunnar, hætta
að hita upp húsin okkar, stökkva út úr bílunum og upp á hjólin.
Annars ferst heimurinn. Það er sjálfsagt að hlusta kurteislega á þessa
gömlu sögu, sem til er í ýmsum útgáfum, meðal annars í Völuspá og
Kommúnistaávarpinu, en ef ég fæ einhverju ráðið um líf mitt á
nýbyrjaðri öld, ætla ég að láta Guðna og hans líkum eftir að lifa á
fjallagrösum og munnvatni og njóta sjálfur tækninnar, menningar-
innar, nútímans, kapítalismans.16
Ekki eru þó öll velsældarrök tengd hugmyndum um neyslu eða hagvöxt.
Önnur útgáfa túlkunarinnar, sem skiljanlega er fyrst og fremst bundin
við norðurhvel jarðar, er sú að veðurfarshlýnun geti í einstökum tilvikum
verið af hinu góða, jafnt út frá efnahagslegum forsendum og almennri
vellíðan. Afleiðingar loftslagsbreytinga geti t.a.m. verið til hagsbóta fyrir
16 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Afhjúpun Guðna Elíssonar“, Lesbók Morgun
blaðsins 15. desember 2007, bls. 12–13, hér bls. 13.