Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 103
103
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
staðbundnu tækifæri fyrir Íslendinga sem hugsanlega fylgja í kjölfar lofts-
lagsbreytinga teljast aðeins til velsældarraka sé þeim markvisst beitt í þeim
tilgangi að friða almenning og hvetja hann til þess að gera ekkert í þá veru
að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er aðgerðaleysi réttlætt með
velsæld. Annar galli á velsældarrökunum er svo sá að þau byggja oft ekki á
miklu raunsæi um afleiðingar loftslagsbreytinga á heimsvísu, ekki aðeins
vistfræðilegar, heldur einnig pólitískar og efnahagslegar. En það er önnur
saga.
2) Ábyrgðarrök í loftslagsumræðunni snúa að siðferðilegum álitamálum í
loftslagsumræðunni. Þá er skírskotað til ábyrgðar sem er svo almenn að
erfitt sé fyrir einstaklinga að bregðast við henni eða til ábyrgðar annarra.
Einstaklingar bera við þekkingarleysi (ég get ekki borið ábyrgð á ein-
hverju sem ég veit ekkert um) og valdaleysi (vandamálið er of stórt til að ég
geti brugðist við því). Vandamálið kemur þeim ekki við (það er í fjarlægri
framtíð) eða þá að það er öðrum að kenna (þeim sem aka um á stórum
bílum, karlmönnum, Kínverjum, Bandaríkjamönnum, George W. Bush,
loftslagsafneiturum, prumpandi kúm, o.s.frv.). Iðulega taka einstakling-
arnir sér einnig óvirka stöðu og afneita með þeim hætti ábyrgð. Þá er þess
beðið að einhverjir aðrir taki af skarið fyrir hönd fjöldans og leysi vandann,
til dæmis stjórnmálamenn sem ber siðferðileg skylda til að búa svo um
hnútana að hin samfélagslega velferð sé tryggð.23
Sá sem ver sig með ábyrgðarrökum getur líka varpað spurningunni til
baka. „Hvað geri ég? Hvað gerir þú til þess að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda?“ getur hann sagt og málið er dautt þar sem sá sem hóf máls á
vandanum gerir í flestum tilvikum ekkert heldur. Sá sem gagnrýnir
almenna bílaeign Vesturlandabúa er þannig annað hvort óábyrgur hræsn-
ari (á bíl sjálfur) eða meinlætamaður sem vill draga alla niður á sitt eigið
eymdarstig (velsældartúlkunin). Gott dæmi um túlkun af þessu tagi má
finna í frétt sem birtist í Morgunblaðinu af landsfundi Vinstri-Grænna á
Hótel Loftleiðum en á fundinum kom fram að „aðeins einn þátttakandi
mætti á landsfundinn á hjóli en aðrir komu akandi“.24 Andstæðingar
23 Einstaklingar sem halda slíku fram kjósa ekki endilega stjórnmálamenn sem setja
loftslagsmál á oddinn og þótt þeir kjósi „græna“ flokka er ekki þar með sagt að þeir
vilji í raun og veru taka á sig þrengingar í nafni umhverfisverndar.
24 „Einn á hjóli hjá VG“, 24. febrúar 2007: http://www.mbl.is/mm/frettir/inn-
lent/2007/02/24/einn_a_hjoli_hja_vg/ [sótt 16. júní 2010]. Magnús Bergsson sem
bar upp spurninguna á landsfundinum fann sig tilneyddan til þess að leiðrétta