Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 104
104
GuðNI ELíSSON
Vinstri-Grænna hæddu þá fyrir hræsni á meðan aðrir hvöttu þá til að
ganga nú fram með góðu fordæmi.25 Í báðum tilvikum var þó vísað til ein-
staklingsbundinnar ábyrgðar annarra.
Stundum taka ábyrgðarrökin á sig sérkennilega mynd, eins og þegar
ofstækisfullir trúarhópar halda því fram að framtíð jarðar sé í höndum
drottins og að gróðurhúsaáhrifin séu til vitnis um að dómsdagur sé á næsta
leiti.26 Því sé siðferðilega mikilvægt að gera ekki neitt og jafnvel eigi að ýta
undir losun svo að flýta megi burthrifningunni (e. the rapture). Sá atburður
markar upphaf endalokanna, þegar hinir sannkristnu verða hrifnir upp til
himna á meðan stór hluti mannkyns situr eftir í þrengingunum miklu,
ægilegum tíma sem varir í sjö ár, á meðan ríki Satans á jörðinni er óskorað.
Þessi afstaða er þó oft falin á bak við önnur rök þar sem ekki þykir vænlegt
að láta hana í ljósi.27
Þæfingar eru líka algengar þegar spurningar vakna upp um siðferðilega
ábyrgð. Tvær helstu aðferðirnar til þess að drepa málum á dreif má kalla
smjörklípur og prútt. Smjörklípan er í eðli sínu sjónhverfing, en þá er
athyglinni beint frá aðalatriði umræðunnar og viðmælanda eru settir falsk-
fréttina daginn eftir að hún birtist. Hjólreiðamennirnir hefðu að minnsta kosti
verið þrír og svo hefði spurningin verið ósanngjörn í ljósi þess að margir fundar-
gesta komu utan af landi. Sjá: „Augnablik ...“, 25. febrúar 2007: http://mberg.blog.
is/blog/mberg/entry/131791/ [sótt 16. júní 2010].
25 Sjá t.d. G. Tómas Gunnarsson, „Byltingin byrjar heima fyrir“, 24. febrúar 2007:
http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/131607/; Ólafur Örn
Nielsen, „Hver efaðist?“, 24. febrúar 2007: http://nielsen.blog.is/blog/nielsen/en-
try/131712/; Óttarr Gunnlaugsson, „Er þetta hræsni?“, 24. febrúar 2007: http://
otti.blog.is/blog/otti/entry/131602/; og Helgi Jónsson, „Flott hjá Magnúsi“, 25.
febrúar 2007: http://meterinn.blog.is/blog/meterinn/entry/131764/ [allt sótt 18.
júní 2010].
26 Ég fjalla ítarlega um þessa hópa í grein minni „Þið munuð öll deyja! Lita dóms-
dagsspár hugmyndir manna um loftslagsvísindi?“ Lesbók Morgunblaðsins 19. apríl
2008, bls. 8–9.
27 Todd Strandberg, sem er stofnandi heimasíðunnar Rapture Ready, hefur lýst því
yfir að málflutningur frjálslyndra umhverfisverndarsinna sé fáránlegur, hreyfing
þeirra sé pólitísk og eigi rætur í nýmarxisma. Trúaðir eiga að huga að sáluhjálp
sinni og láta Guð um jörðina. Þó tekur Strandberg mark á niðurstöðum vísinda-
samfélagsins: „Persónuleg sýn mín á loftslagsbreytingar er myrkari en flestra harð-
línumanna í umhverfisverndarhreyfingunni. Jörðin er flókin vél er sýnir hæfni
Guðs. Athafnir mannsins geta vel gert það að verkum að þetta flókna tæki hrynji
algjörlega“. Sjá: Todd Strandberg, „Bible Prophecy and Environmentalism“, dag-
setningu vantar: http://www.raptureready.com/rr-environmental.html; og Strand-
berg: „Global Warming and the End Times“, 5. febrúar 2007: http://www.
raptureready.com/nm/130.html [sótt 18. febrúar 2010].