Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 105
105
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
ir úrslitakostir, t.d. að valið standi einfaldlega milli kólnunar eða hlýnun-
ar,28 eða að fjármununum hefði verið varið í eitthvað annað og betra ef
‚loftslagsvitleysan‘ hefði ekki tekið völdin. Rökleysu af þessu tagi má greina
hjá Andra Gunnarssyni og Gunnari E. Egilssyni en þeir skrifuðu tvær grein-
ar í Fréttablaðið til varnar danska umhverfishagfræðingnum Birni Lomborg
sem lengi vel var helsti fulltrúi smjörklípunnar í rökræðum um loftslags-
mál.29 Andri og Gunnar telja að þeim peningum sem verja eigi í glímuna við
loftslagsbreytingarnar sé betur varið annars staðar:
Það kostar jafnmikið fyrir heiminn að fara eftir ákvæðum Kyoto-
bókunarinnar í eitt ár eins og það kostar að sjá hverju mannsbarni
fyrir aðgangi að ferskvatni til eilífðarnóns. Tæplega 6000 börn deyja
daglega af völdum niðurgangs. Hversu mörgum þeirra mætti bjarga
með aðgangi að hreinu vatni? Áður en við eyðum gríðarlegum fjár-
munum í loftslagsmál, án vissu um nokkurn árangur, skulum við
hafa á hreinu hverju er mögulega verið að fórna. Fjármunir til að
leysa vandamál heimsins eru ekki endalausir. Sumir segja hreint
vatn strax með tilheyrandi ábata. Aðrir segja Kyoto-bókunin.30
Smjörklípan hér felst í því að gefa sér að hver króna sem lögð er í loftslags-
mál sé tekin úr ferskvatnssjóðum, að sjálfkrafa verði grafnir færri brunnar
sé farið eftir ákvæðum Kyoto-bókunarinnar. Og hver vill hafa líf tæplega
sex þúsund barna á samviskunni? Þessu halda Andri og Gunnar blákalt
fram þrátt fyrir að hlýnandi veðurfar muni auka á alvarlegan vatnsskort á
landsvæðum þar sem þurrkar eru þegar viðvarandi. Smjörklípurökin snúa
baráttunni við loftslagsbreytingar gjarnan upp í velmegunarvandamál sem
bitni fyrst og fremst á íbúum þriðja heimsins.31
28 Sjá t.d. Karl Jóhann Guðnason, „Hin hliðin á málinu: Kólnun er verri en hlýnun!“,
19. maí 2010: „Er eitthvað sem er verra en hlýnun? Já, kólnun! Margt bendir
til þess að þegar eru borin saman áhrif kólnunar við áhrif hlýnunar þá er kóln-
un miklu verri. Og á sama tíma er margt sem bendir til að hlýnun sé í
raun JÁKVæÐ!“: karljg.blog.is/blog/karljg/entry/1057159/ [sótt 20. febrúar
2010].
29 Sjá Andra Gunnarsson og Gunnar Egil Egilsson, „Stúdentablaðið og Stern
skýrslan“, Fréttablaðið 2. mars 2007, bls. 28; og „Stúdentablaðið og Lomborg –
seinni hluti“, Fréttablaðið 8. mars 2007, bls. 27.
30 Andri Gunnarsson og Gunnar Egill Egilsson, „Stúdentablaðið og Lomborg –
seinni hluti“, bls. 27.
31 Geir Ágústsson beitir svipuðum smjörklípurökum í pistlinum „Maðurinn og
gróðurhúsið“, en hann birtist á vef frjálshyggjumanna Ósýnilega höndin 11. desem-
ber 2006: http://blogg.frjalshyggja.is/archives/2006/12/maurinn_og_grou.php