Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 107
107
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
dregin í efa.34 En komið hafa upp tvær tegundir andmæla sem beinast fyrst
og fremst að gildi rannsóknanna sem að baki henni liggja og einstakling-
unum sem halda þeim á lofti – „vísindalega“ túlkunin og sú pólitíska.
3) Vísindarökum er fyrst og fremst beitt af þeim sem réttlæta orkusóun sína
með ,þekkingarvirkninni‘. Þá er leitast við að eyða þversögninni með því
að draga úr gildi rannsókna sem gefa til kynna að veðurfar á jörðinni fari
hlýnandi með því að beina athyglinni að kenningum sem halda hinu gagn-
stæða fram. Það er vitanlega einvörðungu á sviði vísindanna sem kenning-
in um loftslagshlýnun af mannavöldum verður sönnuð eða afsönnuð. Þeir
sem beita vísindarökum koma því flestir undirbúnir til leiks og andmæla
fyrst og fremst á ,hæstu‘ stigum þeirrar loftslagsdeilu sem fer fram utan
vísindasamfélagsins, í fjölmiðlum og á vefnum. Í langflestum tilvikum er
þó ekkert fágað við rök andmælendanna og oft má gera alvarlegar athuga-
semdir við þær aðferðir sem hinir svokölluðu efasemdarmenn beita til að
grafa undan sáttinni í vísindaheiminum (e. consensus).35
Einfaldasta form ,vísindarökræðunnar‘ er hrein og klár afneitun:
Veðurfar á jörðinni fer ekki hlýnandi. Þessi staðhæfing, sem á ekki við nein
rök að styðjast, var nokkuð algeng á tíunda áratug liðinnar aldar. Hún hef-
ur nú verið endurskoðuð og í staðinn er því gjarnan haldið fram að hlýn-
unin hafi náð hámarki 1998 en síðan hafi hitastig staðið í stað eða jafnvel
lækkað. Á Íslandi er Hannes Hólmsteinn Gissurarson þekktasti fulltrúi
þessara og annara afneitunarhugmynda þótt hann feli stundum yfirlýsing-
ar sínar á bak við spurningu, eins og Sjálfstæðisflokksþingmaðurinn Jón
Magnússon gerir reyndar einnig.36
Á sviði vísindarökræðunnar hafa samfélagslegu átökin um loftslagsmál
34 Það er helst að fulltrúar smjörklípunnar dragi veðurfarshlýnun í efa, en svo er alls
ekki alltaf.
35 Lesendum til frekari glöggvunar má benda á bók Naomi Oreskes og Erik M.
Conway Merchants of Doubt. How a Handful of Scientists Obscured the Truth on Issues
from Tobacco Smoke to Global Warming, New York/Berlin/London, 2010. Á íslensku
má nefna kafla enska umhverfisverndarsinnans George Monbiot, „Afneitunar-
iðnaðurinn“, þýð. Ingibjörg E. Björnsdóttir, Ritið 2/2008, bls. 177–206, en hann er
úr bókinni Heat: How to Stop the Planet From Burning, Cambridge, Mass.: South
End Press, 2007.
36 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Er jörðin ekki að hlýna?“, 18. október 2009:
http:hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/966842/ [sótt 18. júní 2010]. Hannes
hefur sjálfur lýst því yfir að í skrifum sínum velji hann sér spurningarmerkið
fremur en upphrópunarmerkið. Sjá Hannes Hólmstein Gissurarson: „Er heimur-
inn enn að farast?“ Lesbók Morgunblaðsins 6. október 2007, bls. 16; Jón Magnússon,