Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 109
109
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
Afneitunarsinnar sem bregða fyrir sig vísindarökum beita gjarnan vafa-
sömum aðferðum í von um að verða ofan á í rökræðunni.39 Hér má
nefna:
a) Samsæriskenningar. Þær ganga út á að rannsóknir vísindamanna sem
leyfa sér að efast um viðtekna sýn séu vísvitandi sniðgengnar af vísinda-
samfélaginu sem útiloki allt annað en ráðandi skilning (e. consensus). Þessi
ásökun hefur víða verið sett fram. Þótt vissulega megi finna ýmis dæmi um
að almennt samkomulag um ákveðin sannindi slái vísindamenn blindu, þá
gerir ásökunin of lítið úr hvata vísindatímarita til að birta rannsóknir sem
varpa nýju ljósi á almenna þekkingu. Þegar Richard Black, umhverfis-
fréttamaður BBC, fór í saumana á ásökunum um óeðlileg afskipti vísinda-
samfélagsins af þekkingarmótun á sviði loftslagsvísinda, kom líka í ljós að
engar stoðir voru fyrir slíku.40
b) Sérvalin gögn (e. cherrypicking). Þá er ekki leitað staðfestingar á til-
tekinni kenningu, t.d. með rannsóknum sem endurtaka mælingar, heldur
er stuðst við staka rannsókn. Í slíkum tilvikum er jafnvel erfitt að heimfæra
kenningar afneitarans á niðurstöður rannsóknarinnar. Afneitarinn hikar
ekki við að draga fram einstök dæmi sem slitin eru úr hnattrænu samhengi,
vísindakenningar sem búið er að hrekja eða eru alvarlega gallaðar, auk þess
2010, bls. 36–37, hér bls. 36. Sjá einnig ágæta skilgreiningu George Monbiot á
muninum á efasemdarmanni og afneitara sem finna má í Heat: How to Stop the
Planet From Burning. Þar segir hann að margir þessara einstaklinga geti ekki kall-
ast „efahyggjumenn“, þar sem efahyggjumenn leiti sannleikans, sem þeir telja enn
utan seilingar. Þessir einstaklingar gefa sér aftur á móti „ákveðna niðurstöðu og
[útbúa] síðan rök henni til stuðnings“. Hér í „Afneitunariðnaðurinn“, þýð.
Ingibjörg E. Björnsdóttir. Ritið 2/2008, bls. 177–206, hér bls. 204. Sjá einnig grein
mína „Efahyggja og afneitun: Ábyrg loftslagsumræða í fjölmiðlafári samtímans“,
Ritið 2/2008, bls. 77–114, hér bls. 81–82.
39 Hér styðst ég við umfjöllun Sveins Atla Gunnarssonar, annars umsjónarmanns
Loftslag.is, um greinina „What is denialism“ á vefsíðunni Denialismblog: Don’t mis
take denialism for debate, en bæti jafnframt inn öðrum atriðum sjálfur. Sjá Sveinn
Atli Gunnarsson, „Rökleysur loftslagsumræðunnar“, 8. maí 2010: http://www.
loftslag.is/?p=6810; og http://scienceblogs.com/denialism/about.php [sótt 18. júní
2010].
40 Sjá Richard Black, „Climate science: Sceptical about bias“, BBC News, 14. nóvem-
ber 2007. Sjá: http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/7092614.stm [sótt 14.
júní 2010]. Sjá frekar í grein minni „Efahyggja og afneitun: Ábyrg loftslagsumræða
í fjölmiðlafári samtímans“, Ritið 2/2008, bls. 77–114, hér bls. 82.