Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 110
110
GuðNI ELíSSON
sem setningar í fræðiritum og mæligögn eru slitin úr samhengi í þeim til-
gangi að styðja tiltekna skoðun.41
c) Falssérfræðingar í loftslagsmálum eru gjarnan málpípur afneitara.
Þeir hafa oft enga reynslu af beinum rannsóknum á viðfangsefninu þótt
þeir skarti hugsanlega prófgráðum í raunvísindum. Kenningar þeirra
ganga þvert á ráðandi skilning og eru venjulega ekki viðurkenndar af þeim
sem raunverulega leggja stund á rannsóknir á sviðinu. Þær lúta heldur ekki
þeim þekkingarfræðilegu kröfum sem gerðar eru til vísindarannsókna.42
Hér má nefna hinn „eldklára“ og „frábæra ræðumann“ Christopher
Monckton, svo vísað sé í lýsingu Ágústs H. Bjarnasonar.43 Monckton fyllir
ráðstefnusali út um allan heim þegar hann setur fram kenningar sínar um
loftslagsrannsóknir, sem helstu sérfræðingar á sviðinu segja byggðar á
útúrsnúningum og misskilningi. Monckton nýtur álits meðal „efasemdar-
manna“ sem vísa iðulega í orð hans og það þrátt fyrir að hann hafi engan
bakgrunn í vísindum, en lávarðurinn er menntaður blaðamaður. En
Monckton er ekki aðeins einn helsti sérfræðingur „efasemdamanna“ í
loftslagsmálum. Hann er einnig brautryðjandi í læknavísindum. Monckton
segist hafa þróað nokkurs konar allsherjarlyf sem á að geta læknað Graves-
veiki, alnæmi, heila- og mænusigg, flensu og kvef.44
41 Sérvalin gögn sem eiga að sýna fram á að kenningin um hnattræna hlýnun sé fölsk
eru fjölmörg í skrifum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Sem dæmi má nefna
hvernig Hannes notar dæmi úr íslensku veðurfari til þess að grafa undan kenning-
unni um hnattræna hlýnun en staðbundin dæmi er hvorki hægt að nota til þess að
sanna eða afsanna kenninguna: 1) „Vatnajökull var talsvert minni á landnámsöld
en nú, ef marka má heimildir, og tvíklofinn, og gengu menn þurrum fótum milli
jöklanna tveggja.“ 2) „Muna ekki allir Íslendingar, sem komnir eru yfir miðjan
aldur, eftir sífelldum fréttum Ríkisútvarpsins um kal í túnum um og eftir 1960? Ég
var þá í barnaskóla, og stundum féll þá kennsla niður sökum fannfergis.“ Bæði
dæmin er að finna í: „Er heimurinn enn að farast?“, bls. 16.
42 Hér verður aðeins vísað í kostulegt dæmi úr George Monbiot, „Afneitunar iðn-
aðurinn“, þýð. Ingibjörg E. Björnsdóttir, Ritið 2/2008, bls. 177–206, hér bls. 182–
186.
43 Ágúst H. Bjarnason, „Monckton lávarður og Bolton fyrrv. sendiherra BNA hjá
Sameinuðu þjóðunum í áhugaverðu spjalli um loftslagsmál hjá FOX...“, 31. októ-
ber 2009: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/973155/#comments [sótt 22.
febrúar 2011].
44 Sjá t.d. Adam Morton, „Climate sceptic clouds the weather issue“, The Age 2.
febrúar 2010: http://www.theage.com.au/environment/climate-change/climate-
sceptic-clouds-the-weather-issue-20100201-n8y3.html [sótt 19. febrúar 2011].
Monckton lávarður ræðir allsherjarlyfið í heimildarmyndinni Meet the Climate
Sceptics (leikstj. Rupert Murray), sem frumsýnd var á BBC4, 31. janúar 2011.