Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 112
112
GuðNI ELíSSON
fjórtándu fram á nítjándu öld). Þegar loftslagsvísindamenn varpa ljósi á
þessi hlýnunar- og kólnunarskeið er haldið lengra aftur, til dæmis um tíu
þúsund ár, eða milljón, allt eftir því sem hentar.49
e) Almennar rangfærslur. Hér er staðhæfingum haldið á lofti án þess að
rannsóknir liggi að baki og jafnvel þó búið sé að hrekja þær niðurstöður
sem fullyrðingin byggir á. Stundum eru rangfærslurnar settar fram af
þekkingarleysi en í öðrum tilvikum virðist vera um vísvitandi falsanir að
ræða.50 Sveinn Atli Gunnarsson, annar aðstandenda íslenska vefsins um
loftslagsbreytingar, lýsir þessu svo í færslu um rökleysurnar í umræðunni:
Erfitt að sitja frammi fyrir því að þurfa að margendurtaka sömu
hlutina, þar sem rökin virðast ekki komast til skila, þ.e. sömu fals-
anir, sérvöldu gögnin, samsæriskenningar, o.s.frv. koma aftur upp í
umræðunni. Það má segja að þetta komi fram að hluta í þeim grein-
um sem við höfum gagnrýnt hjá fjölmiðlum hingað til og í raun
berum við að þeim brunni rökleysunnar sem ég er að lýsa hér að
ofan. Rökleysur þar sem fullyrðingar ná í gegn án þess að þær séu
skoðaðar með gagnrýnni hugsun. Innantómt málskrúð sem oft ein-
kennir umræðuna, virðist til þess fallið að draga athyglina frá því
sem vísindin hafa um málið að segja. Nokkrir afneitunarsinnar virð-
ast hafa það að starfi að ferðast um heiminn og staðhæfa um vísindin
með rangfærslum. Þessir aðilar eru á stundum ansi málhagir, en
staðreyndir virðast ekki vera ofarlega í huga þeirra.51
Það er óneitanlega írónískt að fulltrúar ,vísindarökræðunnar‘ í hópi afneit-
unarsinna skuli leggja svo mikið upp úr efahyggju í ljósi þess að þeir brjóta
49 Sjá t.d. pistil Ágústs H. Bjarnasonar frá 5. júní 2010, „Er hnatthlýnunin ógurlega
bara hjóm eitt...?“ og umræðuna sem spannst út frá honum: http://agbjarn.blog.is/
blog/agbjarn/entry/1063875/ [sótt 19. júní 2010].
50 Dæmi um slíkt má sjá á vefsíðum ýmissa frjálshyggjuhugveita, s.s. Cato Institute,
þar sem alræmd fölsun Patricks Michaels frá 1998 á rannsóknum eins færasta
loftslagsvísindamanns í heimi, Jims Hansen, er enn birt án athugasemda. Sjá
Patrick J. Michaels, „Kyoto Protocol: ‘A useless appendage to an irrelevant
treaty’“, Cato Institute, 29. júlí 1998. http://www.cato.org/testimony/ct-pm
072998.html. Hér má einnig nefna jarðfræðiprófessorinn Don Easterbrook, sem
líkt og Michaels falsaði línurit í fyrirlestri sínum á loftslagsráðstefnu Heartland-
stofnunarinnar í maí 2010 til þess að færa frekari rök fyrir kenningum sínum. Sjá
Gareth, „COOLING-GATE! EASTERBROOK FAKES HIS FIGURES, HIDES
THE INCLINE“, 21. maí 2010: http://hot-topic.co.nz/cooling-gate-easterbrook-
fakes-his-figures-hides-the-incline/#more-4937 [sótt 19. febrúar 2011].
51 Sjá Sveinn Atli Gunnarsson, „Rökleysur loftslagsumræðunnar“, 8. maí 2010.