Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 113
113
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
flestar reglur vísindanna og hlutlægs málflutnings til að vinna skoðun sinni
fylgi.
Í nafni efahyggju snúa margir afneitunarsinnar veruleika umræðunnar á
haus og saka vísindasamfélagið um að fylgja blindum rétttrúnaði þegar
kemur að kenningunni um hlýnun veðurfars af mannavöldum og krefjast
þess að meiri tíma sé varið í rannsóknir. Engum þeirra hefur þó tekist að
færa sönnur á þá fullyrðingu að rökin séu ekki reist á rannsóknarniðurstöð-
um sem séu í samræmi við vísindalega aðferð. Í nafni vísindalegrar efa-
hyggju kalla andmælendurnir eftir risa í loftslagsvísindum, nýjum Galíleó,
Kepler eða Einstein. Hann á að bylta ráðandi vísindalegum skilningi og
staðfesta með nýrri kenningu þær fyrirfram gefnu skoðanir sem þeir sjálfir
hafa á ásýnd hlutanna.52 Ekki er því margt sem bendir til þess að afneitar-
arnir séu reiðubúnir að fylgja niðurstöðum rannsóknanna hvert sem þær
kunna að leiða þá eins og er raunin um sanna efahyggjumenn. Krafan um
loftslagsrisann, sem stígur eins og Móses niður af fjallinu og stöðvar villu-
dansinn kringum rétttrúnaðarkálfinn, er það miðlæg í umræðunni að
Oreskes og Conway fjalla sérstaklega um hana í niðurlagi bókar sinnar
Merchants of Doubt.53 Þar benda þau réttilega á að krafa afneitunarsinna
um nýjan Kepler eða Kóperníkus byggi á gamaldags sýn á vísindi sem
rekja má aftur til pósitífisma nítjándu aldar og sé ekki í samræmi við
nútímalegar hugmyndir um vísindi þar sem lögð er áhersla á vísindastofn-
anir og samvinnu fjölda rannsakenda að sameiginlegum markmiðum.
Þegar ákveðnum grunnspurningum hefur verið svarað af vísindasamfé-
laginu verður til sérfræðiþekking sem almenn sátt er um á sviðinu og allar
tilraunir til þess að hnika þessari sátt eða ýta henni út af borðinu verða að
vera prófanlegar og standast fræðilega gagnrýni.54
52 Sjá t.d. Andrés Magnússon, „Er betra að brenna mat en að borða hann?“, Eyjan,
16. apríl 2008: http://andresm.eyjan.is/2008/04/16/er-betra-að-brenna-mat-en-
að-borða-hann/; og VefÞjóðviljinn, 29. ágúst 2006: http://www.andriki.is/default.
asp?art=29082006. Að sama skapi minnir verk- og tölvunarfræðingurinn Finnur
Hrafn Jónsson, en hann hefur verið virkur í hópi „efasemdarmanna“, á að „Galileo
var jaðarvísindamaður á sínum tíma“. Líklega telur Finnur Hrafn að þetta grafi
undan ráðandi sýn samtímans á loftslagsvísindi. Sjá athugasemd við færslu Ágústs
H. Bjarnasonar, „Norskur prófessor: ‘Sólin boðar kaldari áratug’ ...“, 14. júlí 2010:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1076879/ [sótt 18. febrúar 2011].
53 Sjá einnig grein mína „Efahyggja og afneitun: Ábyrg loftslagsumræða í fjölmiðla-
fári samtímans“, bls. 84–88.
54 Naomi Oreskes og Erik M. Conway, Merchants of Doubt, bls. 266–274.