Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 116
116
GuðNI ELíSSON
Hrakspá aðgerðasinna tekur á sig trúarlega mynd í meðförum afneit-
arans, jafnvel þótt hún sé byggð á gríðarlegum fjölda vísindalegra rann-
sókna og mælinga sem ná áratugi aftur í tímann. Egill Helgason tekur
þessa túlkun upp í einum af pistlum sínum en þar segir hann hugmyndir
um „stórkostlegar hamfarir af völdum loftslagsbreytinga spretta af trúar-
legri þrá […] eftir heimsslitum“.63 Að mati Egils eiga hrakspár loftslagsvís-
inda ýmislegt skylt með hugmyndum um syndaflóð: „Vandinn er meðal
annars að þetta er blandið sektarkennd með trúarívafi, að mannkynið sé
sekt og þurfi að borga fyrir syndir sínar – allt óhófið semsagt.“64
Líklega hefur það styrkt tengingu loftslagsumræðunnar við dómsdags-
spár að vísindamennirnir sem standa að Bulletin of the Atomic Scientists
færðu hina frægu dómsdagsklukku sína fram um tvær mínútur á árinu
2007, svo hana vantaði aðeins fimm mínútur í tólf.65 Vísindamennirnir
töldu að váin sem stafaði af loftslagsbreytingum kæmi næst hættunni á
kjarnorkustríði og að það réttlætti þá ákvörðun að taka hana inn í áhættu-
matið sem ákvarðaði breytilega stöðu dómsdagsklukkunnar.66 Ekki kunna
unni vitna ég í grein eftir John Brignell þar sem hann fjallar um hattræna [svo]
hlýnun sem trúarbrögð fremur en vísindi. Á öðrum stað líkir hann þessu við púrít-
anisma og vitnar í bandaríska háðfuglinn H.L. Mencken (Mencken reykti vindla
svo hann var líklega útsendari tóbaksfyrirtækis): [„]Puritanism – The haunting
fear that someone, somewhere, may be happy. […“] Þessi orð virðast sannarlega
eiga við þegar maður horfir framan í andlitið á t.d. George Monbiot.“ Í athuga-
semd við pistilinn efast Egill reyndar einnig um tíðni lungnakrabbameins og
óbeinna reykinga: „Hvað varðar lungnakrabba og óbeinar reykingar – þá hef ég
efasemdir um að það sé hið stórkostlega vandamál sem látið er af. Þetta er einmitt
eitt af baráttumálum púrítananna sem þola ekki að lífið geti verið skemmtilegt“:
http://silfuregils.eyjan.is/2008/08/07/retttrunadur-samtimans/#comments [sótt
21. febrúar 2011].
63 Egill Helgason, „Heimsslit“ frá 8. apríl 2008. Egill segir jafnframt hugmyndina
vera þá að: „maðurinn sé spilltur í eðli sínu og eigi að gjalda fyrir það. Nú felst
erfðasyndin í því að við höfum syndgað gegn plánetunni – ekki gegn guði eins og
í kristindóminum. Fleira í þessu er með trúarlegu yfirbragði. Þeir sem gagnrýna
þessar hugmyndir – eða benda einfaldlega á að dómsdagur sé ekki endilega í nánd
– eru kallaðir afneitarar. Þeir eru villutrúarmenn og eru úthrópaðir sem slíkir. Al
Gore fer um heiminn eins og farandtrúboði með tjald sitt. Eins og títt er um slíka
prédikara snýst þetta dálítið um peninga líka“: http://eyjan.is/silfuregils/2008/04/
08/heimsslit/#comments [sótt 8. apríl 2008].
64 Egill Helgason, „Litla ísöldin“ frá 4. apríl 2008. Sjá: http://eyjan.is/silfuregils/
2008/04/04/litla-isoldin/#comments [sótt 6. apríl 2008].
65 Sjá nánar Molly Bentley, „Climate resets 'Doomsday Clock'“, 17. janúar 2007. Sjá:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/6270871.stm [sótt 10. febrúar 2011].
66 Vefútgáfu Bulletin of the Atomic Scientists má finna hér: http://www.thebulletin.org/
[sótt 11. febrúar 2011].