Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 117
117
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
þó allir sem áhyggjur hafa af loftslagsbreytingum vísindamönnunum þakk-
ir fyrir að setja vandann í svo dramatískt samhengi. Því hefur verið haldið
fram að hrakspáin sem birtist í dómsdagsorðræðunni, þar sem loftslags-
breytingum er lýst sem óhugnanlegum, ægilegum og gríðarlega umfangs-
miklum, geti leitt til hættulegs aðgerðaleysis vegna þess að hún veki
örvæntingu og fólki fallist einfaldlega hendur. Tilgangurinn sé að lýsa
stigvaxandi vanda loftslagshlýnunar og mikilvægi þess að bregðast sem
fyrst við ógninni, en áhrifin verði þveröfug. Í ágúst 2006 birti rannsókna-
stofnunin Institute for Public Policy Research skýrsluna „Warm Words:
How are we telling the climate story and can we tell it better?“, en þar leit-
uðust höfundarnir Gill Ereaut og Nat Segnit við að skilgreina þau vanda-
mál sem einkenna umræðuna um loftslagsbreytingarnar og skýra hvernig
auðveldast væri að hvetja breskan almenning til frekari ábyrgðar.67 Ereaut
og Segnit telja að með því að tengja umræðuna of mikið Hollywood-veru-
leika sé hætta á að viðfangsefnið verði æsandi og taki jafnvel á sig mynd
„loftslagskláms“. Þá er stuðst við tungumál hasarmynda í þeim tilgangi að
fanga alvarleika stöðunnar og lýsa sem best heimi á heljarþröm.68
Varast ber að túlka titil þessarar greinar sem yfirlýsingu um óumflýj-
anlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó svo að þær séu viðvarandi og
vaxandi vandamál er ekki þar með sagt að vitað sé með vissu hversu miklar
breytingarnar verða, eða hversu alvarlegar afleiðingar þær hafa. Hlýnunin
gæti orðið minni en stefnumótendur hafa hingað til talið og jafnvel þótt
hún verði meiri er ekki þar með sagt að hún leiði til endaloka alls sem við
þekkjum. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að loftslag jarðar sé næm-
ara fyrir breytingum á magni gróðurhúsalofttegunda (GHL) en matið hjá
IPCC gerði ráð fyrir (2 til 4,5°C hlýnun ef miðað er við að styrkur GHL í
lofthjúp tvöfaldist),69 og vandinn er einnig sá að losun síðasta áratugar
67 Gill Ereaut og Nat Segnit, „Warm Words: How are we telling the climate story
and can we tell it better?“ Institute for Public Policy Research (www.ippr.org),
ágúst 2006. Ég ræði skýrslu Ereaut og Segnit í þaula í grein minni „Nú er úti
veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð“, Ritið 1/2007.
68 Gill Ereaut og Nat Segnit, „Warm Words“, bls. 13.
69 Sjá fyrirlestur J.C. McWilliams, „Climate model parameter optimization and sen-
sitivity and the challenges of precipitation“ á haustfundi American Geophysical
Union, 13.–17. desember 2010 í San Fransiskó, Kaliforníu. Halldór Björnsson,
loftslagsvísindamaður vekur athygli á þessum fyrirlestri á vefsíðunni RealClimate,
sjá athugasemd 70: http://www.realclimate.org/?comments_popup=584 [sótt 12.
febrúar 2011].