Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 118
118
GuðNI ELíSSON
fylgir ýtrustu sviðsmyndum (e. emission scenarios) sem IPCC gerði ráð fyrir
2000.70
Ef lofthjúpurinn er næmari fyrir breytingum en áður var talið og þró-
unin verður með sama hætti og síðasta áratug, verður útilokað að halda
hlýnuninni við 2°C mörkin, en það var sú hlýnun sem ýmsir stefnumót-
endur (t.d. G8 og ESB) höfðu sett sér sem ásættanleg viðmið. Ef hlýnunin
liggur við 4,5°C mörkin eða þar fyrir ofan eykst óvissan og um leið líkurn-
ar á alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Einnig benda nýlegar
rannsóknir til þess að áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi hafsins verði meiri
en áður var ætlað, en skilningur vísindamanna á þessu sviði er þó skammt
á veg kominn þar sem minna en 5% af öllum rannsóknum tengdum breyt-
ingum á loftslagi jarðar hefur til þessa verið beint að lífríki sjávar. Þær
rannsóknir sem þó liggja fyrir gefa margar til kynna að breytingarnar geti
orðið geigvænlegar.71
Hér vegur þó kannski þyngst að þótt óvissuþættirnir séu margir er
áhættan af þeirri stærðargráðu að stefnumótendum ber skylda til að gæta
ýtrustu varúðar. Í bókinni A Blueprint for a Safer Planet dregur Nicholas
Stern, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, upp skýra mynd af
siðferðilegu verkefni alþjóðasamfélagsins frammi fyrir því flókna vanda-
máli sem hlýnun jarðar kann að hafa í för með sér, en Stern er frægur fyrir
70 Sjá Corinne Le Quéré, Michael R. Raupach, Josep G. Canadell, Gregg Marland
o.fl.: „Trends in the sources and sinks of carbon dioxide“, Nature Geoscience
2/2009, bls. 831–836. Töfluna sem sýnir ýtrustu sviðsmyndun má t.d. finna hjá
Richard A. Houghton, C. Le Quéré, G. Marland, J. Hackler, o.fl. „Scientific
updates on current emissions and sinks of greenhouse gases and implications for
future emissions pathways“. Sjá glæruna „Fossil Fuel CO2 Emissions compared to
IPCC Marker scenarios used for climate projections“: http://www.cbd.int/coop-
eration/pavilion/cancun-presentations/2010-12-3-Houghton-en.pdf [sótt 18.
febrúar 2011].
71 Um þetta fjallar t.d. Dr. Ove Hoegh-Guldberg í fyrirlestri sem finna má á netinu:
„Climate Change Impacts on Ocean Ecosystems in the 21st Century from the
2011 NCSE conference in Washington, DC ‘Our Changing Oceans’“: http://
vimeo.com/18924324 [sótt 14. febrúar 2011]. Sjá einnig greinarnar: Ove Hoegh-
Guldberg og John F. Bruno, „The Impact of Climate Change on the World’s
Marine Ecosystems“, Science 18. júní 2010, bls. 1523–1528; og O. Hoegh-Guld-
berg, L. Hughes, S. McIntyre, o.fl., „Assisted Colonization and Rapid Climate
Change“, Science 18. júlí 2008, bls. 345–346. Sjá einnig ágæta samantekt Hrannar
Egilsdóttur „Súrnun sjávar og lífríki hafsins“ á íslenska loftslagsvefnum Loftslag.is
frá 5. janúar 2011: http://www.loftslag.is/?p=10716 [sótt 14. febrúar 2011]. Þeim
sem vilja kynna sér efnið á aðgengilegan hátt má benda á heimildarmyndirnar A
Sea Change (2009) og Acid Test (2009), sem fjalla báðar um súrnun sjávar vegna
aukningar CO2 í andrúmsloftinu.