Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 119
119
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
skýrslu þá sem hann vann fyrir bresk stjórnvöld um áhrif loftslagsbreyt-
inga á hagkerfi heimsins. Það að gera ekki neitt er siðferðilega óásættanlegt
í ljósi mögulegra afleiðinga ákvarðanaleysisins, jafnvel þótt ekki sé að fullu
víst að útkoman verði í samræmi við verstu spár.72
Það kann að vera rétt hjá Ereaut og Segnit að hrakspárorðræðan virki
öfugt á almenning og vinni gegn nauðsynlegum aðgerðum. En þau spyrja
sig ekki hvort slík orðræða sé sannleikanum samkvæm. Önnur spurning
sem þau velta ekki upp er sú hvort andstaðan við hrakspárorðræðuna hafi
leitt til þess að vísindamenn dragi fremur úr en ýki afleiðingar loftslags-
hlýnunar í nafni trúverðugleika og einnig hvort tilhneigingin geti verið sú
í almennri umræðu að ýta verstu hrakspánum til hliðar í nafni efahyggju
og misskilinnar ábyrgðartilfinningar. Ef sú væri raunin hefur dómsdags-
uppnefni afneitunarsinna skilað tilætluðum árangri með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.73
72 Nicholas Stern, A Blueprint for a Safer Planet: How We Can Save the World and
Create Prosperity, London: Vintage Books, 2010. Á íslensku má einnig nefna kafl-
ann „Siðfræði og loftslagsbreytingar“ í bók Halldórs Björnssonar, Gróðurhúsaáhrif
og loftslagsbreytingar þar sem komið er inn á hugmyndir Sterns. Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2008, bls. 133–136. Sjá einnig James Garvey, The Ethics
of Climate Change: Right and Wrong in a Warming World, London: Continuum,
2008, bls. 89–112.
Hér má einnig nefna forvitnilega bók eftir Creg Craven, What’s the Worst that
Could Happen: A Rational Response to the Climate Change Debate, New York: A
Perigee Book, 2009, en þar dregur Craven, sem er framhaldsskólakennari, upp
afskaplega skýra mynd af afleiðingum þess að bregðast við mögulegum loftslags-
breytingum og svo því hvað það gæti haft í för með sér að gera ekki neitt. Hægt er
að nálgast myndband á netinu sem skýrir nálgun Cravens. Sjá: „The Most
Terrifying Video You’ll Ever See“: http://www.youtube.com/watch?v=zORv8
wwiadQ [sótt 18. febrúar 2011].
73 Svörtustu hrakspárnar rata ekkert endilega í fjölmiðla og vekja oft litla sem enga
athygli. Hér má nefna nýlega ástralska rannsókn þar sem því er haldið fram að
hitastig geti vaxið svo mikið á næstu þremur öldum að jörðin verði illbyggileg.
Tvær greinar í einu virtasta vísindatímariti heims, Proceedings of the National
Academy of Sciences, fjalla um hitaþolmörk mannsins og áhrif 11 til 12° hitafars-
aukningar á Celsíus á framtíðarbúsetu hans. Sjá: Anthony J. McMichael og Keith
B. G. Dear, „Climate change: Heat, health, and longer horizons“, PNAS 25. maí
107:21/2010, bls. 9483–9484; og Steven C. Sherwood og Matthew Huber, „An
adaptability limit to climate change due to heat stress“, PNAS 25. maí 107:21/2010,
bls. 9552–9555.