Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 120

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 120
120 GuðNI ELíSSON 4) Pólitísk rök.74 ýmsir hagsmunahópar reyna að grafa undan vísindalegu gildi loftslagsrannsókna, m.a. með því að fullyrða að öll umræða um aðgerðir sé aðeins sósíalismi í dularbúningi, sett fram í þeim tilgangi að efla ríkisvaldið og vinna gegn framtaki einstaklingsins. Það kemur líklega fáum á óvart að það séu fyrst og fremst einstaklingar á hægri væng stjórn- málanna sem reyna að verja aðgerðaleysi sitt með pólitískum rökum. Það væri ábyrgðarlaust að færa stjórnvaldið í hendur vinstri manna, eins og óhjákvæmilega myndi gerast ef ríkið tæki að skipta sér af losun gróður- húsalofttegunda. Tilgangur græningja er samkvæmt þessari kenningu fyrst og fremst að ná völdum, en þeir skilja að sá sem stýrir úthlutun orkunnar í samfélaginu stýrir samfélaginu öllu.75 Handhæg leið til þess að átta sig á pólitísku umfangi afneitunariðnaðarins er að skoða hverjir gefa fyrst og fremst út þær bækur sem draga í efa gildi umhverfisverndar. Í nýlegri bandarískri rannsókn sést að af þeim bókum sem komu út á árunum 1972 til 2005, en þær voru alls 141, voru yfir 92% tengdar hugveitum og stofn- unum yst á hægri armi stjórnmálanna.76 74 Um pólitískt andóf gegn loftslagsvísindum fjalla ég í löngu máli í greinunum „Nú er úti veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð“, sérstaklega á bls. 18–39; og „Efahyggja og afneitun: Ábyrg loftslagsumræða í fjölmiðlafári samtím- ans“, Ritið 2/2008, bls. 77–114. 75 Bók Steve Milloy, Green Hell: How Environmentalists Plan to Control Your Life and What You Can Do to Stop Them, Washington: Regnery Publishing, 2009, er ein besta samantekt sem fyrirfinnst á hinum pólitísku rökum. Milloy heldur því fram að umhverfisverndarhreyfingar ætli sér að leggja markaðsfyrirkomulagið í rúst, koma á samyrkjubúskap og endurúthluta auðmagninu. Umhverfisverndarsinninn er á móti hagvexti og hann þröngvar sér inn á hið persónulega svæði einstakling- anna með því að hafa skoðun á barneignum og rekstri bifreiða (sjá sérstaklega kafl- ann „Power is Power“, bls. 33–48 og undirkaflann „The Hidden Agenda“, bls. 46–48). Hægt er að taka undir ýmislegt í greiningu Milloys á óhjákvæmilegum niðurstöðum aðhaldsaðgerða. Það sem gerir bók hans fyrst og fremst ónothæfa í umræðunni er að Milloy hafnar með öllu þeim möguleika að maðurinn hafi áhrif á hlýnun jarðar með losun koltvísýrings eða að koltvísýringur sé yfirhöfuð gróð- urhúsalofttegund (sjá Milloy, bls. 5). Öll rök Milloys hvíla á þessari frumforsendu og ef henni er hafnað veikir það óneitanlega annan málflutning hans. 76 Af 141 bók voru 130 bækur tengdar slíkum hugveitum. Einnig er forvitnilegt að eftir því sem líður á tímabilið eykst mjög útgáfa bóka þar sem forsendur umhverf- isverndar eru dregnar í efa. Á áttunda áratug liðinnar aldar eru þær 6, á níunda áratugnum 14, alls 72 á þeim tíunda og 49 á árunum 2000 til 2005. Sjá: Peter J. Jacques, Riley E. Dunlap og Mark Freeman, „The organisation of denial: Con- servative think tanks and environmental scepticism“, Environmental Politics, júní 2008, 17:3, bls. 349–385, hér bls. 360 og 361. Naomi Oreskes og Erik M. Conway vísa stuttlega til greinarinnar í bók sinni Merchants of Doubt, bls. 236.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.