Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 122
122
Þeir sem beita fyrir sig pólitískum rökum eru þó fæstir siðferðisprútt-
arar, því að ólíkt konunni sem getið var í inngangi líta þeir ekki á veðurfars-
breytingar sem alvarlegar í samanburði við ýmis önnur vandamál sem sett
eru sérstaklega fram til þess að draga athyglina að loftslagsmálum (sbr.
smjörklípurökin hér að framan). Það er helst að þeir séu tilbúnir til að
ræða við aðra á þeim forsendum að markaðurinn eigi að leysa úr vandan-
um, sé eitthvað til í hrakspánum (lausnabundin túlkun).
Íslenskir frjálshyggjumenn hafa gengið lengst í því að tengja vísinda-
rannsóknir samsæri vinstri manna, t.d. lýsti Hannes Hólmsteinn
Gissurarson því yfir að sósíalistahreyfing okkar daga væri „umhverfis-
verndarhreyfingin: (Hún er eins og vatnsmelóna. Græn að utan, rauð að
innan!)“.79 Aðrir frjálshyggjumenn hafa tekið undir þessa skoðun, s.s. Geir
Ágústsson, sem heldur því fram að hin „svarta heimsmynd [sé] því í raun
byggð á því að vinstrimönnum takist ætlunarverk sitt og nái að stöðva þá
innbyrðis opnun heimsins sem nú á sér stað, eða hægja á þeim gríðarlega
vexti sem hagkerfi heimsins upplifir um þessar mundir“.80 Þetta er ótti
sem kemur fram í skrifum flestra íslenskra frjálshyggjumanna sem tjá sig
um loftslagsmál og hefur afstaða þeirra ekkert breyst á árunum eftir
íslenska efnahagshrunið og það þrátt fyrir möguleg sinnaskipti Lomborgs
og að niðurstöður vísindasamfélagsins verði sífellt óumdeildari.81 Líklega
hefur enginn frjálshyggjumaður orðað þennan ugg skýrar en Vilhjálmur
Andri Kjartansson sem fer ekki í launkofa með þá staðreynd að stjórn-
málaskoðanir stýra viðhorfi hans til rannsóknarniðurstaðna í loftslagsvís-
indum:
Verandi hægrisinnaður verð ég einhvern veginn að vera á „móti“
global warming. Ekki vegna þess að heimurinn sé endilega ekki að
hitna, ég bara veit ekkert um það né þá hvers vegna ef svo er. Öll
umræðan er að þetta sé bara svona og aukin ríkisafskipt [svo] séu
79 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Sósíalisminn er dauður, en …“. DV 26. febrúar
1993, bls. 15. Líkinguna þiggur Hannes að láni frá skoðanasystkinum sínum í
banda rískum frjálshyggjuhugveitum.
80 Geir Ágústsson, „Maðurinn og gróðurhúsið“ 11. desember 2006: http://blogg.
frjalshyggja.is/archives/2006/12/maurinn_og_grou.php [sótt 23. júní 2010].
81 Sjá Juliette Jowit, „Bjørn Lomborg: $100bn a year needed to fight climate
change“, The Guardian 30. ágúst 2010: http://www.guardian.co.uk/environ-
ment/2010/aug/30/bjorn-lomborg-climate-change-u-turn; „Hnattræn hlýnun:
Lom borg breytir um stefnu“, Vísir 31. ágúst 2010: http://www.visir.is/hnattraen-
hlynun-lomborg-breytir-um-stefnu/article/2010353288674 [sótt 22. febrúar
2011].
GuðNI ELíSSON