Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 125
125
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
Framfarir í vísindaheimspeki mega ekki verða þess valdandi að við lok-
um augunum fyrir hinu augljósa og gerum ekkert í nafni torskilins sann-
leika.
Þá er komið að síðustu afneitunarleiðinni sem hér verður rædd. Djúp-
stæðasta form afneitunar er líklega trúin á stjórnunarlausnir, sérstaklega sú
trú að ríkisvaldið eða markaðurinn muni grípa í taumana áður en í óefni
verði komið, eða að tæknin komi mönnum til hjálpar. Þessi gerð afneit-
unar getur tekið á sig ýmsar myndir, en hættan sem felst í henni er sú að
hún skapi falsvonir í huga þeirra sem vilja halda fast í nútímalegan lífsstíl
Vesturlandabúa um að hægt sé að vinna bug á loftslagsvandanum með
snjöllum tæknilegum lausnum.
5) Lausnamiðuð túlkun. Sumir lýsa því yfir að árangurinn í baráttunni við
loftslagsbreytingar sé þegar töluverður. Með því að taka þennan pól í hæð-
ina er oft hægt að ýta til hliðar samviskubiti og leiða augljós vandamál hjá
sér. Slík loddarabrögð stunda margir stjórnmálamenn og þau eru einkenni
á neyslusamfélaginu þar sem lausnirnar virðast allar snúast um að kaupa
sér frið.89 Þannig er hægt að fagna því að nýjar bílategundir eyða sífellt
minna, en það breytir því ekki að á sama tíma vex losun heildarbílaflotans
í heiminum vegna þess að fleiri bílar eru á vegum úti en nokkru sinni fyrr.
Aðrir lýsa því yfir að þeir geri í það minnsta eitthvað. Hér eru á ferðinni
umhverfisverndarsinnarnir, hinir meðvituðu, þeir sem endurvinna og líta
svo á að þeir séu virkari en almenningur allur í baráttunni við loftslagsbreyt-
ingar. Þessi afstaða, sem stundum hefur verið skilgreind sem „safnast þegar
saman kemur“ orðræðan,90 er sérstaklega hættuleg ef hún er einungis hugs-
uð til friðþægingar. Einstaklingar sem telja að þeir hafi áunnið sér þann rétt
að fara í ferðalög til sólarlanda vegna þess að þeir skila tómum mjólkurfern-
um, endurvinna plastflöskur, eða vegna þess að þeir eru með kertakvöld
heima hjá sér einu sinni í viku, hafa ekki kynnt sér málin. Kertakvöld eru
afskaplega notaleg en misskilin leið til þess að draga úr orkuneyslu, þótt þau
séu óspart notuð í heimildarmyndum og þáttum um orkusparnað.
Staðreyndin er þó sú að kerti eru 71 sinni orkufrekari ljósgjafi en hefðbund-
in ljósapera og 357 sinnum orkufrekari en flúorperur.91
89 Sjá grein mína „Nú er úti veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð“,
sérstaklega bls. 33–39 og 43–44.
90 Gill Ereaut og Nat Segnit, „Warm Words“, bls. 20–21.
91 Um þetta má lesa í bók Godfrey Boyle og Janet Ramage (ritstj.) Energy Systems and