Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 127
127
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
brennisteinsdíoxíði upp í heiðhvolfið í þeim tilgangi að líkja eftir kólnun-
aráhrifum eldgosa, en þá myndi úðinn hindra sólarljósið í því að berast til
jarðar líkt og gerðist til dæmis í kólnuninni eftir að Pinatubo-eldfjall gaus
árið 1991.94
Aðrir vilja eingöngu reiða sig á lausnir ef hitastig jarðar hækkar. Þá
megi leita leiða til þess að laga líf jarðarbúa að breyttu vistkerfi. Þetta eru
lokarök ýmissa frjálshyggjumanna sem segja tæknina munu koma okkur til
hjálpar þegar og ef síga fer á ógæfuhliðina. Aðlögunarlausnirnar geta verið
einfaldar og flóknar, allt eftir ímyndunarafli þess sem á pennanum heldur
og getu hans til að draga upp mögulega framtíðarheima. Geir Ágústsson
segir hinn frjálsa markað verða að fá tækifæri til að bregðast við hugsanleg-
um vanda mannkyns frammi fyrir veðurfarsbreytingum framtíðarinnar,
annars geti færri „keypt vettlinga ef kólnar eða sólkrem ef hlýnar“.95 Rétt
eins og svo mörg skoðanasystkini hans hefur Geir litlar áhyggjur af fram-
tíðinni:
Það er margt mikilvægara en að reyna að koma í veg fyrir veðurfars-
breytingar, t.d. að undirbúa mannkynið undir veðurfarsbreytingar
því þær munum við jú aldrei losna við. Til dæmis með því að gera
alla nógu ríka til að geta keypt sér úlpu ef kólnar og loftræstitæki ef
það hitnar[.]96
Annars angrar veðrið mig ekki svo mikið. Ég á snjó- og vatnshelda
skó einnig einnig [svo] opna og svalandi skó, nokkrar tegundir yfir-
hafna til að velja á milli og get stillt hitastigið inni hjá mér með
einum hnappi á ofninum. […] Hinn frjálsi markaður “dílar” við
94 Um þetta er fjallað í fimmta kafla metsölubókarinnar Superfreakonomics, „What do
Al Gore and Mount Pinatubo have in common“ eftir Steven D. Levitt og Stephen
J. Dubner, New York: William Morrow, 2009, bls. 165–209. Hugmyndin hefur
verið harðlega gagnrýnd af sérfræðingum á sviðinu, rétt eins og allur kaflinn um
loftslagsbreytingar, en þar er allt morandi í rangfærslum, sérvöldum rökum og
misskilningi. Sjá t.d. færslu eftir Joseph Romm á Climate Progress frá 12. og 14.
október 2009: http://climateprogress.org/2009/10/12/superfreakonomics-errors-
levitt-caldeira-myhrvold/; og http://climateprogress.org/2009/10/14/superfrea-
konomics-errors-nathan-myhrvold-intellectual-ventures-bill-gates-warren-buf-
fet/; og Tim Lambert, „Why Everything in Superfreakonomics About Global
Warming Is Wrong“, 16. október 2009: http://scienceblogs.com/deltoid/2009/10/
why_everything_in_superfreakon.php.
95 Geir Ágústsson, „Hin raunverulegu gróðurhúsaáhrif“, 5. desember 2006: http://
blogg.frjalshyggja.is/archives/2006/12/hin_raunveruleg.php [sótt 23. júní 2010].
96 Geir Ágústsson, „Loftslagsvísindin í mjög stuttu máli“, 12. ágúst 2010.