Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 129
129
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
rekur er vistkreppa safnorð sem tekur til fólksfjölgunarvanda, efnisnotk-
unar, fæðuöflunar og notkunar endurnýjanlegra og tæmandi auðlinda,
ekki síður en þeirra áhrifa sem mengun hefur á umhverfi manna.101 Björn
Guðbrandur Jónsson, sérfræðingur í umhverfisvísindum, heldur því fram
að umhverfismál eigi „upptök sín á því gráa svæði þar sem hagkerfi manns-
ins og vistkerfi náttúrunnar rekast á“102 og minnir á að erlendur orðstofn
beggja hugtaka (e. economy og ecology) sé hús og því sé í báðum tilfellum
vísað til „húshalds eða hússtjórnarlistar“.103 Eins og Björn bendir á er
flæði efna í stöðugri hringrás í vistkerfi, „hraðri eða hægri eftir atvikum“
og heildarbreytingarnar einkennast af „þróun fremur en vexti“, ólíkt því
sem gerist í hagkerfinu þar sem magnbundnar breytingar „eru afar mikils
metnar“, en hugmyndin „um hagvöxt er hornsteinninn að efnahagsstarf-
seminni“.104 Þessar tvær „hússtjórnaraðferðir“ eiga því illa saman. Björn
spyr síðan þriggja lykilspurninga er varða stefnumörkun í framtíðarsam-
hengi.
Er mögulegt að hringrás og endurnýting efna verði meginstef í 1.
efnabúskap hagkerfisins?
Er hægt að kveða niður hugmyndina um efnislegan vöxt sem meg-2.
inviðmiðun í hagkerfinu og taka upp hugmyndafræði sem byggir
fremur á þróun og eigindlegum breytingum?
Getur hinn „iðnvæddi“ maður verið án hugmyndarinnar um 3.
vöxt?105
101 Þorsteinn Vilhjálmsson, „Viðhorf og vistkreppa“, bls. 15. Í grein sinni vekur
Þorsteinn athygli á því ágæta úrvali bóka um náttúruvernd sem kom út á íslensku
á tæpum aldarfjórðungi um og eftir miðbik síðustu aldar, en bækurnar heita í
íslenskri þýðingu Heimur á heljarþröm (Fairfield Osborn, Jr. 1950, 1948), Hafið og
huldar lendur (Rachel Carson 1953, 1951), Raddir vorsins þagna (Rachel Carson
1965, 1962), Heimur á helvegi (The Ecologist 1973, 1972), Endimörk vaxtarins
(Meadows o.fl. 1974, 1972) og síðast en ekki síst bók Hjörleifs Guttormssonar
Vistkreppa eða náttúruvernd (1974). Í þessu ljósi má halda því fram að næstu þrjá
áratugi á eftir verði afturför í íslenskri umhverfisverndarumræðu.
102 Björn Guðbrandur Jónsson, „Hagkerfi og vistkerfi: tvenns konar hússtjórn“,
Náttúrusýn. Safn greina um siðfræði og náttúru, ritstj. Róbert H. Haraldsson og
Þorvarður Árnason, Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknarstofnun í siðfræði,
1994, bls. 145–152, bls. 146.
103 Sama rit, „Hagkerfi og vistkerfi“, bls. 146.
104 Sama rit, bls. 148.
105 Sama rit, bls. 148.