Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 130
130
GuðNI ELíSSON
Björn Guðbrandur svarar fyrstu tveimur spurningunum játandi en hann,
rétt eins og Þorsteinn Vilhjálmsson, gerir ráð fyrir að hinn almenni borg-
ari geti látið til sín taka í umhverfismálum. Til þess telur Björn að „stór-
auka [þurfi] almenningsfræðslu um ástand mála og framtíðarhorfur“.
Þriðju spurningunni svarar Björn svo neitandi, en hann segir nútímafólk
svo „aðlagað hreyfanleika og sprengikrafti 20. aldarinnar að við munum
ósjálfrátt gera kröfu um vöxt í hagkerfinu“. Túlkun hans á vexti er þó
næsta klók, því hann gerir ráð fyrir að vaxtarkrafan muni ekki lengur snú-
ast um efnislegan vöxt, heldur vöxt merkingar og tilgangs.106
Greina má bjartsýni í greinum Björns og Þorsteins þó að varað sé við
afleiðingum þess að mannkyn fljóti sofandi að feigðarósi. Þorsteinn leggur
ríka áherslu á að skýra fyrir lesendum að spám sé ekki „alltaf ætlað að lýsa
því sem mun gerast í raun og veru, til dæmis óháð því hvort spáin er gerð
eða ekki“.107 Spám sem lúta að vistkreppu er gjarnan ætlað að vera fyrir-
byggjandi. Þær þurfa því ekki að vera rangar þótt þær rætist ekki, eins og
Þorsteinn bendir á, t.d. ef einstaklingar bregðast við tíðindunum sem
spáin boðar með breyttu atferli. Í þessu samhengi ræðir Þorsteinn um vit-
undarvakningu hins almenna neytanda á Vesturlöndum.108
Það flækir auðvitað málin ef ekki er hægt að breyta atferli almennings
með fræðslu. Að sama skapi veikist forvarnargildi spálíkana ef hagvaxtar-
krafa Vesturlandabúa er tengd djúpstæðri fíkn og ávanabindingu, þó að
hugsanlega sé hægt að laga hana að jákvæðu atferlismynstri eins og Björn
Guðbrandur leggur til með hugmynd sinni um merkingarvöxt. George
Marshall segir að í baráttunni um almenningsálitið sé mikilvægt að láta
ekki blindast af hugmyndum Upplýsingarinnar, af trúnni á að maðurinn
breyti alltaf rétt liggi staðreyndir fyrir.109 ýmislegt bendir til þess að eftir
því sem upplýsingamagnið um áhrif loftslagshlýnunar eykst skjóti afneit-
unin dýpri rótum og oft er mjög erfitt að átta sig á því hvort kröfunni um
breytingar fylgi nokkur sannfæring.
Breski umhverfisverndarsinninn og dálkahöfundurinn George Monbiot
heldur því fram að almenningur á Vesturlöndum krefjist þess að stjórn-
málamenn láti eins og þeir ætli að bregðast við loftslagsvandanum og að
líklega geri stjórnmálamennirnir sér grein fyrir því og tali þess vegna dig-
urbarkalega, en geri ekkert. Þegar markmiðum er svo ekki náð mótmælir
106 Sama rit, bls. 150–152.
107 Þorsteinn Vilhjálmsson, „Viðhorf og vistkreppa“, bls. 16.
108 Sama rit, bls. 30.
109 George Marshall, „The psychology of denial“, bls. 41.