Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 136
136
GuðNI ELíSSON
Slæmir hlutir geta gerst á meðan fólk er í veislu. Þá lexíu lærðu
Íslendingar í október 2008 og margir vilja kalla þá til ábyrgðar sem hruninu
ollu. Þó geta íslenskir ráðamenn að einhverju leyti afsakað sig með því
hvernig fræðasamfélagið í heild sinni brást. Þar vöruðu alltof fáir við hætt-
unni sem framundan var í efnahagslífinu og þær neikvæðu framtíðarspár
sem þó birtust komu flestar of seint, þegar hrunið var óumflýjanlegt.122
Þessu er á annan hátt farið í loftslagsumræðunni og því verður ábyrgð allra
svo miklu meiri. Ekki aðeins verða afleiðingar aðgerðaleysisins að öllum lík-
indum geigvænlegar, einnig er útilokað að halda því fram að Vesturlandabúar
hafi ekki vitað betur. Ef við gerum ekkert, gerum við það af ásettu ráði.
Slíkar byrðar getur enginn borið með góðu móti. Því flýja menn á
náðir afneitunarinnar. Og þegar framtíðarbörnin spyrja stórra spurninga
horfum við í augun á þeim og segjum full sannfæringar: „Það sá þetta eng-
inn fyrir“.
ABSTRACT
The Doomsday Clock is ticking.
Denial discourse in climate change debate
This paper focuses on the various tactics used by the denial industry in refuting
evidence concerning global warming. The author, analyzing the debate as it
appears in Icelandic media, discusses five counter tactics used by those who reject
that any action should be taken against anthropogenic contribution to global
warming; arguments based on affluence, responsibility, science, politics, and
technological solutions or innovations.
Keywords: Global warming, climate change denial, environmental responsibility,
discourse analysis, media.
122 Hér má t.d. nefna skýrslu Anne Sibert og Willem Buiter, „The Icelandic banking
crisis and what to do about it: the lender of last resort theory of optimal currency
areas“ sem unnin var á vormánuðum 2008 og var svo kynnt íslenskum ráðamönn-
um í júlí sama ár. Sjá: http://www.cepr.org/pubs/PolicyInsights/PolicyInsight26.
pdf [sótt 13. júní 2010].