Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 141
141
SKRIF VIÐ NÚLLPUNKT
Samræðurnar sem fram fara í íbúð Emils eru að mörgu leyti táknrænar
fyrir ákveðið andóf gegn rökvæðingu dauðans og fjarlægð hans frá hvers-
dagslegu lífi. En á sama tíma er gengist inn á þá rökvísi sem Ramazani
lýsir. Í kenningum persónanna um hlut dauðans og merkingu hans er gerð
tilraun til að njörva framandleika og óskiljanleika hans niður í ákveðið
form kerfishugsunar.7 Hér má einnig benda á að söguhöfundur blandar sér
í samræðurnar á margvíslegan hátt, ekki síst með því að ljá þeim viðeigandi
umgjörð. Þegar litið er út um glugga ber til að mynda ekki dagfarslegan
veruleika fyrir augu, borgarlandslag eða náttúrusýn af einhverju tagi, held-
ur sveiflast svartar trjágreinar yfir gröfum (bls. 52).
Hér kann lesanda einnig að verða hugsað til Minnisbóka Malte Laurids
Brigge (1910) eftir Rainer Maria Rilke og vangaveltna sem þar er finna um
sérkennilega innantóma reynslu af dauðanum í nútímanum og í borgum
nútímans: „Hver í dag þráir listilega útfærða dauðastund?“, er þar spurt og
svarið fylgir um hæl: „Enginn […] Sífellt ber minna á löngun fólks eftir
dauða sem kallast á við þess innsta eðli […] Á fyrri tíð bar maður dauðann
innra með sér […] og það fyllti mann stolti.“8 Milli „Rafflesíublómsins“ og
Minnisbókanna liggur strengur náinna tengsla við dauðann sem verður
áþreifanlegur í seinni hluta nóvellunnar og má lesa sem tilraun til að taka
skref út fyrir orðræðuna og gera dauðann að hluta af lífinu. Að því kemur
að tilvist Emils reynist óhugsandi án náins samneytis við dauðann og í
raun má segja að hugleiðing Rilkes um djúpstæð tengsl lífs og dauða, að
maður beri dauðann innra með sér, sé leiðarstef í bókinni auk þess sem
tengingin er áminning um viðveru dauðahvatarinnar.9
Í upphafi ákveður stúlkan að nafnleysi ljái sambandinu við Emil spenn-
andi vídd og veit Emil því aldrei hvað hún heitir. Það er áhugavert að um
stundarsakir gengur nafnleysið í báðar áttir því þegar stúlkan vaknar heima
7 Dæmi um það eru fullyrðingar á borð við þá að merking menningarinnar sé
„stríðið“ við dauðann (menningin er „brjóstvirki […] til að sigra dauðann“, bls. 15)
en á þversagnakenndan hátt felst merking lífsins einnig í að herja gegn lífinu af
alefli (bls. 68).
8 Rainer Maria Rilke, The Notebooks of Malte Laurids Brigge, þýð. M.D. Herter
Norton, New York og London: Norton 1992, bls. 17–18. Höf. snaraði á íslensku.
Um fagurfræði dauðastundarinnar má lesa í „Byron og listin að deyja“ eftir Guðna
Elísson. Skírnir, haust/2001, bls. 420–450.
9 Kelly S. Walsh gerir glímu Rilkes við dauðann að umræðuefni í greininni „The
Unbearable Openness of Death: Elegies of Rilke and Woolf“ og ræðir þar m.a.
togstreituna milli þess „opna“ viðhorfs gagnvart forgengileikanum sem finna má í
listinni og svo þá „lokun“ á dauðareynsluna sem einkennir nútímann. Journal of
Modern Literature, 32:4/2009, bls. 1–21, hér bls. 3–8.