Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 143
143
SKRIF VIÐ NÚLLPUNKT
leika í fyrstu skáldsögu höfundar, Turninum, og í skiptingunni milli að-
skildra heima að hætti fantasíunnar í Sólskinsfólkinu og á vissan hátt í
Áhyggjudúkkum. Í verkum höfundar eru mörkin svo rofin með róttækum
hvörfum, en dæmi um slík hvörf í samhengi við ólík „svið“ innan sama
veruleika er atburðarásin sem í hönd fer eftir að Eva, aðalpersónan í skáld-
sögunni Konur, uppgötvar að hún er innilokuð í íbúðinni í Skuggahverfinu.
Á meðan Sólskinsfólkið fjallar á þematískan hátt um verufræðileg mörk þá
notar sagan Konur öfgafulla líkamningu til að gera huglæg mörk lífs og
listar að umfjöllunarefni. Í „Rafflesíublóminu“ reynast náfarir viðlíka öfga-
full aðferð til að raska mörkunum milli lífs og dauða. Eros og Þanatos
ganga hér í eina sæng því Emil rænir líki stúlkunnar sem fyrirfór sér og
fremur hin endanlegu spjöll. Hneigð Emils, hvörfin sem felast í öfug-
uggahættinum, hafa verið undirbyggð fyrr í textanum, ekki síst í þeirri
nautn sem Emil hafði af því að fylgjast með vinkonu sinni sofa (bls. 34,
49–52).12 Þó svo að í ljós komi undir lok sögunnar að Emil skjátlaðist í
raun þegar hann þóttist ber kennsl á líkið verður Sólfararstúlkan honum
ígildi „rómantískra“ endurfunda við hina horfnu vinkonu sína.
Þá tengist titill bókarinnar hneyksli nályndisins; helbláar varir hinnar
látnu stúlku minna Emil á himininn yfir Þingvöllum. Hér er um óvænta
mynd að ræða og afhelgunin og kynþrotið sem þarna er framkallað líkist
ljósmynd Ragnars Kjartanssonar, „Morgunn á Þingvöllum“, sem Megas
notar sem kápumynd plötunnar Hold er Mold. Þar gefur að líta þrjár bíkíni-
klæddar meyjar sem sitja á og liggja við leiði Jónasar Hall gríms sonar á
Þingvöllum; ögrandi mynd and-rómantíkur og nályndis. Ekki sést í him-
ininn á ljósmynd Ragnars (a.m.k. eins og hún birtist á umslaginu) en segja
má að Steinar Bragi fylli á vissan hátt í þá eyðu. Einnig má greina skírskot-
un til upphafs Vefarans mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness þar sem
svan ber við himinninn yfir Þingvöllum og „bláminn [er] djúpur og kald-
ur“.13 Hér er dauðanum á afturvirkan hátt ýtt inn í verk Laxness sem skoða
má sem athyglisverðan vinkil á rannsóknarverkefni Emils. Þá er merking-
arvirkni ástaratlota Emils við líkið víkkuð út í ögrandi lýsingu þar sem
Emil lætur hugann reika og færir íslenskan samtíma inn á rúmstokk til sín:
12 Um tengsl nályndis og hins sofandi mannsforms má lesa í R.E.L. Masters og
Eduard Lea, Perverse Crimes in History. Evolving Concepts of Sadism, Lustmurder,
and Necrophilia From Ancient to Modern Times, New York: The Julian Press, 1963,
bls. 132–133.
13 Halldór Laxness, Vefarinn mikli frá Kasmír, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1988, bls.
9.