Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 145
145
SKRIF VIÐ NÚLLPUNKT
að frásögn stefni ávallt „í átt að niðurlagi sínu, leit[i] útskýringar í eigin
dauða“.17
Vissulega má halda því fram að frásögn sé „ófullkomin“ þar til henni er
lokið en nálgun Brooks er ekki síst áhugaverð í ljósi greiningar hans á sam-
spilinu milli formlegrar rökvísi dauðahvatarinnar og birtingarmynda
hennar í fléttunni. Rétt eins og dauðahvötin kallar fram ákveðin hegðunar-
mynstur í einstaklingnum birtist þrá textans eftir endalokunum á ýmsa
vegu áður en henni er endanlega fullnægt. Brooks fjallar til dæmis um
banaleguna í skáldsögum og sér í framsetningu hennar fullkomna hlið-
stæðu við grundvallarlögmál frásagnarinnar sjálfrar. Endalokin sem endur-
speglast í banalegunni skapa heild og túlkunarvinnan getur hafist þegar
þessu „markmiði“ er náð.
Þess ber þó að gæta að „inngrip“ dauðahvatarinnar eru ekki ávallt jafn
stílhrein og dæmi banalegunnar gefur til kynna, þvert á móti, „[t]extaorka
í frásögn einkennist af því að hún er alltaf [… ] á barmi skammhlaups“,
hræðslan við „óviðeigandi“ endalok er í samræmi við „óttann við engin
endalok“.18 Endalaus saga hafnar vitaskuld merkingu en að sama skapi er
hægt að ímynda sér að lestraránægju þeirri sem Brooks gerir að umfjöll-
unarefni sé stefnt í hættu með „skammhlaupi“ á borð við þá frásagnarúr-
vinnslu sem Steinar Bragi ber á borð fyrir lesendur í „Rafflesíublóminu“.
Þar verður sú nauðsynlega frestun endalokanna sem skapar andrými fyrir
frásögnina vettvangur fyrir „óviðeigandi“ birtingarmynd dauðahvatarinn-
ar – banalegan sem Brooks ræðir umbreytist hér í „hjálegu“ nályndisins.
Fagurfræði dauðans eins og hún birtist hjá Brooks snýst um kraftbirtingu
heildarinnar og fæðingu merkingar, en forsendan fyrir hvoru tveggja eru
endalokin. En þannig má einnig halda því fram að um tilraun sé að ræða til
að yfirbuga eða halda í skefjum þeirri merkingarlegu óreiðu sem jafnframt
felst í dauðanum. „Í ótta okkar við sundrungu og hrörnun leggjum við
traust á ímyndir óskertrar heildar“, bendir Elisabeth Bronfen á í umræðu
sinni um tengsl kvenmynda í menningunni og dauða.19 Í „Rafflesíublóminu“
gerir Steinar Bragi „sundrungu og hrörnun“ að umfjöllunarefni og jafnvel
má segja að höfundur kippi stoðunum undan tilraun Emils til að skapa lífi
17 Sama rit, bls. 181–182.
18 Sama rit, bls. 187.
19 Elisabeth Bronfen, „Allra ljóðrænasta viðfangsefnið“, þýð. Arnar Pálsson, Sölvi
Björn Sigurðsson, Guðni Elísson og Jón Ólafsson, Ritið 3/2003, bls. 189. Hér er
um að ræða þýðingu á fjórða kafla bókarinnar Over Her Dead Body. Death, femin
inity and the aesthetic sem kom út árið 1992.