Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 151
151
SKRIF VIÐ NÚLLPUNKT
ekki víst að svo sé.25 Sjúkdómurinn sem herjar á hann, æxli af einhverju
tagi í höfði, gæti verið áhrifavaldur. Þá kann ein birtingarmynd svarta hlut-
arins einmitt að vera krabbameinið sem undir lok sögunnar brýst fram
með óræðum hætti „Kímó litli, hugsaði hann. Kímósabe. Kímóþerapía.
Læknarnir … gargið í mávum … ströndin … einn …“ (bls. 246).26
Benni og Ella lifa eins og villibörn á pallinum og yfir leikjum þeirra
svífur trylltur og óheftur andi sem tengist þeirri útþurrkun marka sem býr
í heimsendahugtakinu.27 En dagarnir líða og smæð mannveranna í hinu
geysistóra mannvirki, sem og ókennileiki sjálfs pallsins sem er eins og
minnisvarði um auðlindaóhóf genginnar tegundar, gerir andrúmsloftið
bæði framandi og þrúgandi. Að lokum dregur til tíðinda. Yfir eyðimörkina
kemur maður að nafni John ríðandi á hesti. Lýsingin á honum rímar við
íkónagrafíu vestrans: „Maðurinn var hávaxinn og horaður […] Hann var í
svörtum gallabuxum, útbíuðum í hvítu saltryki, og svartri skyrtu og vesti
með silfruðum punktum sem minntu á stjörnur“ (bls. 200). Ekki má held-
ur gleyma támjóu kúrekastígvélunum. Hér gerir sem sagt ákveðin staðalí-
mynd vart við sig (ásamt þeim táknræna farangri sem óhjákvæmilega fylgir
kúrekanum í menningunni) og minnir lesanda á hvernig viss stef dægur-
menningar eru kölluð fram í verkum Steinars Braga. John kemur úr stór-
borg og upplýsir Benna og Ellu um atburðarás heimsslitanna. Eins konar
læmingjasótt virðist hafa gripið um sig og íbúar heillar stórborgar gengu
einfaldlega í sjóinn:
25 Kannski stefnir tungumálið í sögunni einfaldlega að sama þroti og heimurinn. Þá
væri hægt að ímynda sér tengsl við Veginn (2006) eftir Cormac McCarthy en þar
skreppur hugtakaheimurinn sífellt meira saman eftir því sem lengra líður frá ver-
aldarumrótinu, atburðinum sem breytti heiminum í ösku. Sjá: Cormac McCarthy,
Vegurinn, þýð. Rúnar Helgi Vignisson, Reykjavík: Bjartur, 2010.
26 Táknrænar skírskotanir sjúkdómsmyndmáls hafa reynst Steinari Braga drjúgur
aflvaki í fyrri verkum. Í Útgönguleiðum hefst t.d. einn kaflinn á ólandslegri sýn á
Ísland – Ísland einhvers hliðarveruleika sem er undirlagður af óskilgreindri plágu:
„Ég er í einhverskonar flensukampi sem hefur verið reistur við gamla grunnskól-
ann minn í Árbænum; flensan er alls staðar og við tínumst eitt af öðru inn í rúmin
í byggingunni“. Sótt af einhverju tagi hefur lagst yfir Reykjavík og sennilega Ísland
allt, hugsanlega heiminn. Sjá: Steinar Bragi, Útgönguleiðir, Reykja vík: Bjartur,
2005, bls. 49. Þá einkennist ljóðabókin Ljúgðu Gosi, ljúgðu af grótesku sjúkdóms-
myndmáli sem mótar á huglægan hátt umhverfi mælanda og verustað hans. Sjá:
Steinar Bragi, Ljúgðu Gosi, ljúgðu, Reykjavík: Bjartur, 2001.
27 Að þessu leyti minna samskipti þeirra og leikir á undraveröld Veru og Línusar í
skáldverki þeirra Þórdísar Björnsdóttur og Jesse Ball, The Disastrous Tale of Vera
and Linus, Reykjavík: Nýhil, 2006.