Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 154

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 154
154 bJöRN þÓR vILHJáLMSSON þaðan „næringu“. Þarna getur að líta vísi að þeim „samrun[a] lífrænna og ólífrænna forma“ sem Úlfhildur Dagsdóttir kennir við „sæborgina“ en þar er um að ræða hljóðþýðingu á enska orðinu „cyborg“ sem bandaríska fræðikonan Donna Haraway hefur öðrum fremur fjallað um.29 Forvitnilegt er að líta á úthafsolíuborpallinn sem sæborg í tvöföldum skiln ingi þess orðs. Byggingarnar á pallinum, og öll mannvirkin og sá mikli fjöldi hæða og herbergja sem Benni og Ella ná aldrei að kanna til fullnustu, minna á nokkurs konar borgarrými – hugsanlega síðustu borgina sem „byggð“ er lifandi fólki – og sú kaldranalega staðreynd að hafið í kringum þessa fyrr- um bókstaflegu sæborg er horfið ljær hugmyndinni um sambúð manns og vélar níhílíska vídd, tilraunin um þessa sambúð hefur hugsanlega leitt til tortímingar hins lífræna. Í þeim skilningi stendur borpallurinn eftir sem eins konar nátttröll neysluhyggjunnar eða steinrunnin sæborg. Textatengsl má finna milli æskuminningar Benna af ánamaðkinum og „Rafflesíublómsins“. Í „Rafflesíublóminu“ spyr Martin Emil eitt sinn hvort hann hafi heyrt söguna af „langa maðkinum“. Það er við hæfi að vitna til þessarar frásagnar í heild þar sem hún skírskotar á beinan hátt til „Svarta hlutarins“: Einu sinni var maður sem kom auga á maðk sem var í þann mund að hverfa ofan í jörðina. Maðurinn stökk til, náði taki á maðkinum og byrjaði að toga. Hann togaði og togaði og alltaf birtist meira af maðkinum, en aldrei sá fyrir endann á honum. Undir morgun voru komnir margir tugir metra af maðki upp úr jörðinni og umstangið byrjaði að vekja athygli fólksins í húsunum í kring. Smám saman söfnuðust fleiri kringum manninn til að hjálpa honum að eiga við þennan óvenju langa maðk, gripu hver um sinn maðkhlutann og tosuðu. Og enn hélt maðkurinn áfram að lengjast og enn fjölgaði fólkinu þar til þessi líka ægilega langa halarófa af maðkafólki náði út á götu, hlykkjaðist svo þaðan um götur borgarinnar og alla leið út úr henni. Maðkurinn fyllti borgina og þyngd hans varð svo mikil og tómarúmið ofan í jörðinni svo stórt að hún féll saman, varð einn 29 Úlfhildur Dagsdóttir, „Við skulum vaka um dimmar nætur og horfa til himna. Marsbúar og sæborgir og önnur ó-menni“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999, bls. 486. Sjá einnig Donna Haraway, „A Cyborg Manifesto: Science, Technology, and Socialist-Feminism in the Late Twentieth Century“, Simians, Cyborgs and Women: The Reinvention of Nature, London: Routledge, 1991.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.