Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 161
161
HVÍT EINS OG FRAUÐPLAST
stelpunum sínum út í heiminn í þeirri von að þær yrðu eigendum
sínum til gleði. (bls. 9–10)
Í sögunni eru mörkin á milli listar og handverks rædd hvað eftir annað:
geta kynlífsdúkkur smíðaðar til neyslu verið listaverk? Það má hugsa sér að
þær séu fjöldalist, það er að segja fjöldaframleidd listaverk á borð við
kvikmyndir, popptónlist, auglýsingar og metsölubækur. Skýrustu dæmin
um umhverfi þar sem slík list ræður ríkjum er án efa að finna í hinum
iðnvædda heimi þar sem hún er sennilega algengasta kveikja fagurfræði-
legrar upplifunar hjá meginþorra neytenda.3 Eins og gefur að skilja er
fjöldalist afurð sem er dreift með aðferðum stóriðnaðar þannig að lista-
verkið er sent í mjög mörgum eintökum til ólíkra viðtakenda. Henni svip-
ar til verksmiðjuframleiðslu bifreiða að því leyti að hún nær til neytenda,
jafnvel á afskekktustu stöðum.4 Dúkkurnar sem Sveinn smíðar að útskrift-
arverkefninu loknu stefna í að verða „fjöldalistaverk“. Enda þótt hann
komi einn að dúkkusmíðinni virðist ekki langt í að hann færi kvíarnar út í
stórtæka fjöldaframleiðslu:
Nú skyldi hann láta verða af því […] [að] [s]tofna almennilegt fyrir-
tæki utan um starfsemina, láta innrétta verksmiðju, ráða fram-
kvæmdastjóra, sölustjóra, bókhaldara og ritara. (bls. 277)
Þar sem fjöldalistaverkið er framleitt með neyslu og hagnað að sjónarmiði
liggur í augum uppi að varan þarf að vera söluvænleg og það eru afurðir
Sveins svo sannarlega. Dúkkurnar eru allt að því fullkomnar eftirmyndir
veruleikans og Sveinn reynir sífellt að bæta þær og slípa til:
Frá því hann byrjaði að framleiða hafði hann ekki afgreitt nema fimm
„eldri“ dúkkur og aldrei tekist að ná hrukkunum kringum augun
almennilega. […] Konan sem hann hélt í höndina á var nákvæmlega
með þær línur sem hann hafði reynt að móta en ekki tekist. Í hverju lá
munurinn? Hann hafði líka látið þær vísa svona á ská upp á við.
Dýptin var sú sama. Það vantaði kannski helst þennan örlitla litamun.
Á dúkkuandlitunum dekktu skuggarnir hrukkurnar ef eitthvað var, en
raunverulegar hrukkur voru auðvitað ljósari en andlitið sjálft af því að
dagsbirtan komst síður að þeim. (bls. 145–146)
3 Noël Carroll, „The Ontology of Mass Art“, The Journal of Aestetics and Art
Criticism 55:2/1997 (vor), bls. 187–199, hér bls. 187.
4 Sama rit, bls. 189.