Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 167
167
HVÍT EINS OG FRAUÐPLAST
Dúkka Kjartans beinir sjónum lesenda að því sem hann vantar til að vera
fær um að taka ,eðlilegan‘ þátt í samfélaginu. Það má til dæmis sjá af sam-
tali þeirra Sveins að Kjartan er fremur óframfærinn, kannski stríðir hann
við líkamleg vandamál sem hamla honum í samskiptum við lifandi konur,
sem skýrir þá hvers vegna hann hefur ekki ,prófað‘ dúkkuna sína. Þó hefur
hún sýnilega góð áhrif á hann fyrst hann pantar sér aðra.13 Sú kemst
reyndar ekki í hendur hans fyrr en að loknu heilmiklu ferðalagi því henni
er stolið af vinnustofu Sveins þegar hún er rétt tilbúin til afhendingar.
Lóa og samfélagið
Lóa er hin aðalpersóna sögunnar. Hún er einstæð móðir sem vinnur við
auglýsingagerð. Hún lendir heima hjá Sveini þegar springur á bílnum
hennar fyrir utan heimili hans og vinnustofu. Sveinn býður henni mat og
rauðvín og Lóa sofnar á sófanum hjá honum, enda kemur í ljós þegar líða
tekur á söguna að hún á í svolitlum vandræðum með áfengi. Morguninn
eftir gengur hún inn á vinnustofu Sveins og stelur frá honum Ölmu-
dúkkunni, eftir mjög stutta umhugsun. Upp frá því hefst ferðalag dúkk-
unnar, sem kallast á við formgerð hefðbundinna ævintýra; Alma fer að
heiman, út í veröldina og kemst að lokum heim aftur, ekki til Sveins skap-
ara síns heldur Kjartans (konungsins?) sem er samnefnari eiginmannsefna
ævintýranna. Tilhugsunin um kynlífsdúkku úr silíkoni á ferðalagi, sem
þroskar yfirleitt persónur í sögum á einn eða annan hátt, er ansi skopleg.
Dúkkan tekur vitaskuld engum breytingum nema verður svolítið þvæld og
skítug.
Líkast til hefur Lóa enn verið svolítið vönkuð eftir drykkjuna þremur
eða fjórum tímum fyrir dúkkustuldinn því hún telur sér trú um að dúkkan
geti hjálpað Margréti dóttur hennar sem er langt leidd af lystarstoli:
Ef Margrét hefði dúkkuna hjá sér yrði einmanaleikinn kannski ekki
jafn sár. Dúkkan gæti orðið til þess að hún ryfi einangrunina og
henni tækist að fikra sig aftur inn í heiminn. […] [Þ]að var aldrei að
13 Á vef raundúkkuframleiðslunnar Abyss Creations má sjá athugasemdir kaupenda
sem flestar eru á þann veg að dúkkurnar hafi á einhvern hátt aukið lífsgæði þeirra,
einna helst félagslega. Maður sem kallar sig John skrifar til dæmis tveimur árum
eftir að hann hefur fengið dúkkuna sína, Jenny, og segir hana hafa breytt andlegri
og tilfinningalegri líðan sinni til betri vegar. Nú þori hann að gera hluti sem hann
hefði ekki látið sig dreyma um fyrr. Sjá: http://www.realdoll.com/cgi-bin/snav.rd?
action=viewpage§ion=testimonials. Sótt 17. febrúar 2011.