Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 169
169
HVÍT EINS OG FRAUÐPLAST
Silíkonan er vitanlega fremur snautlegur félagi og nærvera hennar einung-
is til þess að draga fram líkamleg einkenni sjúkdóms Margrétar. Á sama
hátt og flestum þykja líklega kynlífsdúkkur vitna um líkamlega eða félags-
lega annmarka eigenda sinna afhjúpar dúkkan í sögu Guðrúnar Evu stór-
kostlega misbresti á samfélaginu sem bregst öllum persónum sögunnar á
einn eða annan veg. ýmis dæmi má taka um slíka bresti: Lóa sér ein um
heimilið og þarf því að vinna mikið, hún er að kikna undan álaginu sem
fylgir því að eiga veikt barn og hafa vart tíma til að sinna því. Það lýsir
algerri örvæntingu hennar þegar hún leggur traust sitt á dúkkuna. Áður
hafði Lóa þurft að reiða sig á að barnfóstran Marta gætti Margrétar og Ínu
yngri systur hennar. Hún reynist vera geðsjúk. Þegar Ína finnur glerbrot í
samlokunni sinni neyðist Lóa til að reka Mörtu. Það segir sína sögu að Lóa
sér þó ennþá eftir barnfóstrunni. Jafnframt sýnir Margrét Mörtu meira
trúnaðartraust en móður sinni því hún strýkur að heiman og finnst heima
hjá henni, en Marta reynist búa í næsta nágrenni við þær mæðgur án þess
að Lóa hafi hugmynd um.
Marta er alger einstæðingur. Hún les brúðkaupsblöð og ástarsögur af
áfergju og lifir með hjálp þeirra í ímynduðum fantasíuheimi, nokkuð sem
hún á sameiginlegt með kynlífsdúkkuneytendum. Rétt eins og Kjartan er
hún einangruð og lítil von virðist til að brúðkaupsdraumar hennar verði að
veruleika. Það þarf vart að fjölyrða um stöðu einstæðinga í vestrænum
samtímasamfélagum sem bregðast þeim á einn eða annan veg, samanber
fregnir af fólki sem hefur legið látið í íbúðum sínum dögum ef ekki vikum
saman áður en farið er að grennslast fyrir um það.
ýmsir samfélagsannmarkar endurspeglast líka í Ínu. Hún er ekki nema
sjö ára og mjög óörugg í tilverunni eftir skilnað foreldra sinna sem birtist í
því að hún leggur sig í líma við að fá viðurkenningu frá föður sínum. Hún
fer ekki varhluta af útlitsdýrkun samtímans og ræður sér til dæmis ekki
fyrir kæti þegar henni áskotnast náttkjóll dúkkunnar sem er úr „hálfgegn-
sæju silki með mjóum hlírum“ (bls. 29) frá þekktasta undirfataframleið-
anda heims: „Victoria’s Secret! æpti Ína gegnum vatnsniðinn. Þetta er
Victoria’s Secret kjóll, mamma, má ég eiga hann?“ (bls. 38).
Ekki fer heldur milli mála að samfélagið bregst Björgu, vinkonu Lóu,
sem er nýflutt frá unnusta sínum og gistir til skiptis hjá móður sinni og
Lóu. Hún er „á götunni, skuldug upp fyrir haus“ (bls. 84) og hefur ekki
efni á að leigja íbúð á uppsprengdu verði. Hið sama má segja um Kjartan,
sem er eins og fram hefur komið einmana og feiminn sakleysingi og hefur