Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 171
171
HVÍT EINS OG FRAUÐPLAST
má segja að dúkkan í Skaparanum tákni sofandahátt samfélagsins í heild;
dúkkan stendur fyrir okkur öll. Bókin sem Guðrún Eva sendir í ferðalag út
í veröldina þjónar sama hlutverki og dúkkan, hún dregur fram misbresti í
samtímasamfélagi. Sagan er þó ekki þroskasaga – nema ef til vill lesenda
sem í bókarlok skilja við Lóu, Margréti, Ínu og Mörtu barnfóstru á strönd-
inni. Myndin er ansi óhugnanleg. Lóa situr og baðar sig í sólinni umkringd
deyjandi marglyttum sem eru „hvítglærar og fagrar í þjáningu sinni“ (bls.
279). Þær kunna að vekja upp hugrenningatengsl við Margréti sem sviptir
lesendur allri von þegar hún lýkur sögunni á orðunum: „[é]g fer aftur á
geðveikrahælið á eftir“ og hlær „klingjandi hlátri“ (bls. 280).
Skaparinn Guðrún Eva
Í viðtalinu sem vísað var til hér að framan talar Guðrún Eva um að sofandi
dúkkan minni á að „í skáldsögum séu manneskjur sem þarf að vekja“ sem
gefur tilefni til frekari samanburðar á bókinni sjálfri og dúkkum Sveins.18
Bæði kynlífsdúkkan og skáldsagan verða til í krafti ímyndunarafls þeirra
sem ,njóta‘ hennar. Það liggur í augum uppi að raundúkkur eru ekki líf-
verur og sennilega myndi enginn, hvorki eigendur þeirra né aðrir, halda
því fram að þær væru raunverulegar konur.19 Þær eru hlutir í mannsmynd
sem eru lífgerðir með því að láta þá vera þátt í þykjustuleikjum eigenda
þeirra – kynlífsfantasíum eða einföldum (ímynduðum) samskiptum sem
flestum þættu eflaust hversdagsleg. Sveinn er sannfærður um að dúkkurn-
ar séu eigendum þeirra meira en kynlífstól, sumir viðskiptavina hans sögð-
ust hafa af dúkkunum „meiri félagsskap en þeir hefðu haldið að dauð[ir]
hlut[ir] gæt[u]“ veitt (bls. 141). Ennfremur þykjast þeir greina í þeim
„margbrotinn persónuleika.“ (bls. 141)
Einn þeirra hafði gengið svo langt að útlista smekk hennar og önnur
persónueinkenni: Ef hans heittelskaða væri lífræn kona væri hún
dreymin háskólastúdína sem gengi með flottan trefil og sæist gjarn-
an með bók undir hendinni, til dæmis Bell Jar eftir Sylvíu Plath.
(bls. 141–142)
Fyrir utan það hvað hugmyndin um kynlífsdúkku sem les skáldsögu Sylvíu
Plath er meinfyndin vitna orð mannsins einnig um að ýmis einkenni dúkk-
18 Höskuldur Ólafsson, „Eins og alvöru fólk“, bls. 4.
19 Kvikmyndin Lars and the Real Girl (2007) fjallar um hvernig heilt samfélag lætur
sem raundúkkan Bianca sé raunveruleg kona.