Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 172
172
SIGRúN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
unnar eru skálduð af eigandanum rétt eins og lesandi leggur sitt til skáld-
aðra frásagna. Hér hefur tiltekinn kaupandi léð dúkkunni sinni ákveðin
persónueinkenni og meira að segja búið til sögusvið fyrir hana.20 Hann
veit mætavel að dúkkan er ekki raunveruleg en á sama hátt og lesandi
skáldskapar verður hann þátttakandi í ímynduðum heimi um stund og
auðgar hann með ímyndunarafli sínu.
Bókmenntafræðingurinn Patrick Colm Hogan gerir lesendur sérstak-
lega að umræðuefni í bókinni Cognitive Science, Literature and the Arts.
Hann telur að augljósasta notkun á hugrænum ferlum liggi í því hvernig
lesendur þróa persónur í huga sér meðan á lestri stendur. Hann segir að
rithöfundar byggi persónur sínar á manngerðum sem lesendur beri svo
kennsl á; þeim séu gefnar ákveðnar bendingar sem gera þeim kleift að
heimfæra tilteknar persónur á tilteknar manngerðir. Þegar lesendur skáld-
skapar virkja ákveðnar persónugerðir geti sömu ferlin verið að verki og
þegar menn virða fyrir sér manneskjur í raunveruleikanum.21 Litla dæmið
hér á undan um manngarminn sem ímyndar sér að raundúkkan hans sé
skólastúlka sem les femínískar bókmenntir um stöðu kvenna í heiminum
snemma á 7. áratug síðustu aldar sýnir að ákveðnir dúkkueigendur leggja
sitt til persónusköpunar ekki síður en lesendur og áhorfendur kvikmynda.
Í kjölfarið mætti ímynda sér að ef menn ættu fleiri en eina dúkku gæddu
þeir hverja þeirra sérstökum persónueinkennum, líkt og lesendur (skáld-
aðra) frásagna upplifa mismunandi persónur á ólíka vegu.22
20 Þess má geta að á vef Abyss Creations getur að líta ýmsa aukahluti og samsetn-
ingar sem viðskiptavinir geta sérpantað. Meðal annars geta menn keypt álfaeyru,
dúkkur með andlit sem eru í ætt við japanskar manga-teiknimyndir og dúkkur sem
eru heiðbláar að lit.
21 Patrick Colm Hogan, Cognitive Science, Literature and the Arts, London: Rout-
ledge, 2003, bls. 131.
22 Munurinn er vitaskuld sá að í sögu fá lesendur atburðarás til að vinna úr, en það
má líka horfa á það hinum megin frá og segja að viðtakandi dúkkunnar þurfi að
reiða sig meira á eigið ímyndunarafl. Í þessu samhengi er vert að nefna hugmynd-
ir um að lesendur gangi að skáldskap með sama huga og börn að þykjustuleik.
Flest vitum við mætavel að það sem við lesum um í skálduðum frásögnum er ekki
,raunverulegt‘. Þó getum við lifað okkur inn í skáldskapinn, fundið til samúðar
með sögupersónum, haldið með þeim eða lagt fæð á þær líkt og börn í þykjustuleik
sem látast kannski vera geimfarar með skókassa á bakinu eða foreldrar með dúkkur
í ,mömmó‘. Sjá t.d. Kendall Walton, Mimesis as MakeBelieve, USA: Harvard Uni-
versity Press, 1990, bls. 4–5.